Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 14:00 Meðalævilengd karla hér á landi er 81 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár. vísir/vilhelm Lífslíkur á Íslandi eru með þeim mestu í Evrópu en árið 2018 var meðalævilengd karla hér á landi 81 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár. Meðalævilengd er reiknuð út frá lífslíkum og sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þar segir jafnframt að aldursbundin dánartíðni hafi lækkað á undanförnum áratugum og því megi vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. „Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var meðalævi karla lengst í Sviss 80,7 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið í Evrópu. Fast á hæla þeirra komu karlar á Íslandi (80,6), Liechtenstein (80,3), Svíþjóð (80,0) og Ítalíu (80,0), síðan á Spáni og í Noregi (79,7). Styst var meðalævilengd evrópskra karla í Rússlandi (62,6), Moldavíu (65,9), Úkraínu (66,0). Á sama tíma var meðalævi kvenna á Spáni 85,7 ár og í Frakklandi 85,5 ár og skipuðu þær fyrsta og annað sæti í Evrópu. Næst á eftir komu konur í Sviss (85,0), Ítalíu (84,9), Liechtenstein (84,4), Luxemborg (84,1) og á Íslandi (84,0). Meðalævilengd kvenna var styst í Moldavíu (74,0), Rússlandi (74,6) og Úkraínu (76,1),“ segir á vef Hagstofunnar. Þá er ungbarnadauði í Evrópu minnstur á Íslandi: „Árið 2018 létust 2.254 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.139 karlar og 1.115 konur. Dánartíðni var 6,4 látnir á hverja 1.000 íbúa og ungbarnadauði 1,7 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2018. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Ungbarnadauði var að meðaltali 2,2 í Finnlandi og Slóveníu, 2,5 í Svíþjóð og Noregi og 2,7 í Tékklandi og Kýpur. Tíðastur var ungbarnadauði í Tyrklandi, 11,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem lesa má nánar um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lífslíkur á Íslandi eru með þeim mestu í Evrópu en árið 2018 var meðalævilengd karla hér á landi 81 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár. Meðalævilengd er reiknuð út frá lífslíkum og sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þar segir jafnframt að aldursbundin dánartíðni hafi lækkað á undanförnum áratugum og því megi vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. „Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var meðalævi karla lengst í Sviss 80,7 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið í Evrópu. Fast á hæla þeirra komu karlar á Íslandi (80,6), Liechtenstein (80,3), Svíþjóð (80,0) og Ítalíu (80,0), síðan á Spáni og í Noregi (79,7). Styst var meðalævilengd evrópskra karla í Rússlandi (62,6), Moldavíu (65,9), Úkraínu (66,0). Á sama tíma var meðalævi kvenna á Spáni 85,7 ár og í Frakklandi 85,5 ár og skipuðu þær fyrsta og annað sæti í Evrópu. Næst á eftir komu konur í Sviss (85,0), Ítalíu (84,9), Liechtenstein (84,4), Luxemborg (84,1) og á Íslandi (84,0). Meðalævilengd kvenna var styst í Moldavíu (74,0), Rússlandi (74,6) og Úkraínu (76,1),“ segir á vef Hagstofunnar. Þá er ungbarnadauði í Evrópu minnstur á Íslandi: „Árið 2018 létust 2.254 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.139 karlar og 1.115 konur. Dánartíðni var 6,4 látnir á hverja 1.000 íbúa og ungbarnadauði 1,7 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2018. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Ungbarnadauði var að meðaltali 2,2 í Finnlandi og Slóveníu, 2,5 í Svíþjóð og Noregi og 2,7 í Tékklandi og Kýpur. Tíðastur var ungbarnadauði í Tyrklandi, 11,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem lesa má nánar um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira