Bombardier hættir smíði farþegavéla Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2019 13:29 Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík. Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík.
Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30