Íslenski boltinn

Starki á völlunum í svaðilför á Ásvöllum

Starki var mættur á Ásvelli
Starki var mættur á Ásvelli skjáskot
Nágrannaslagurinn á milli Hauka og FH á að vera stál í stál að mati Starka á völlunum. Hann varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum á Ásvöllum á dögunum.

Starkaður Pétursson verður tíður gestur á völlum landsins í sumar í samstarfi við Inkassodeildina. Hann kíkti á leik Hauka og FH í Inkassodeild kvenna á dögunum.

„Ég er alveg viðbúinn því að fólk fari í slag,“ sagði Starki á leið sinni á völlinn. „Einn verður með sprungið milta á leiðinni heim og annar með opið beinbrot.“

Það fór hins vegar ekki svo, engin slagsmál og allir stuðningsmenn í stúkunni hegðuðu sér með sóma. Starki varð fyrir miklum vonbrigðum með það og fór heim með sárt ennið. Hann reyndi hins vegar aftur daginn eftir og fór í Safamýrina að sjá Fram mæta Þrótti. Þar náði hann heldur ekki að grafa upp fjandskap á milli stuðningsmanna liðanna.

Svaðilför Starka á Ásvöllum og heimsókn hans í Safamýrina má sjá í þætti 2 af Starka á völlunum hér að neðan.



Klippa: Starki á völlunum, annar þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×