Stefanía Daney setti fjögur Íslandsmet á Íslandsmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 16:30 Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíðu Stefaníu Daney Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Hún var ekki sú eina sem blómstraði á stóra sviðinu í Hafnarfirði um helgina. Góður árangur og fjöldi Íslandsmeta litu dagsins ljós á Íslandsmótinu en Íþróttasambands fatlaðra sagði frá besta árangri sínum á fésbókarsíðu sinni. Ármann sigraði liðakeppnina með tólf gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik bætti Íslandsmetin sín í flokki 20 í fjórum greinum eða í 100 metra hlaupi (13,64 sekúndur), 200 metra hlaupi (28,32 sekúndur), langstökki (5,07 metrar) og spjótkasti (25,39 metrar). Stefanía Daney vann einnig gullverðlaun í 400 metra hlaupi (67,32 sekúndur). Stefanía Daney var ánægð með árangurinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Patrekur Andrés Axelsson kom með nýjum aðstoðarmanni sínum Helga Björnssyni í 100 metra hlaupi (12,38 sekúndur) og 200 metra hlaupi (25,89 sekúndur). Hann er greinilega að ná sínu fyrra formi eftir erfið meiðsli í allan vetur. Hulda Sigurjónsdóttir bætti metin sín í kúluvarpi (10,31 metrar) og sleggjukasti (30,10 metrar) í flokki 20. Hún sigraði einnig í kringlukasti (30,85 metrar) og varð önnur í spjótkasti með kast upp á 24,24 metra. Hafliði Hafþórsson er 14 ára og keppti í flokki 62 - 64 í langstökki en hann er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum. Hafliði stökk 4,25 metra sem er met í hans flokki. Emil Steinar Björnsson sigraði í kastgreinunum í flokki 20. Hann kastið kúlu 8,26 metra, hann kasti kringlunni 16,78 metra, kastaði spjótinu 21,69 metra og sleggjan fór 12,65 metra hjá honum,. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson sigraði í kúluvarpi 5kg í fl 35-38 með 7,76 metra kast og vann líka kringlu 1,5kg með 14,97 metra kasti. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR bætti metið í spjótkasti (500g) í flokki 37 með kasti upp á 21,69 metra. Hún hjó nærri meti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í langstökki með 4,26 metra stökki en metið er 2 sentímetrum lengra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Hún var ekki sú eina sem blómstraði á stóra sviðinu í Hafnarfirði um helgina. Góður árangur og fjöldi Íslandsmeta litu dagsins ljós á Íslandsmótinu en Íþróttasambands fatlaðra sagði frá besta árangri sínum á fésbókarsíðu sinni. Ármann sigraði liðakeppnina með tólf gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik bætti Íslandsmetin sín í flokki 20 í fjórum greinum eða í 100 metra hlaupi (13,64 sekúndur), 200 metra hlaupi (28,32 sekúndur), langstökki (5,07 metrar) og spjótkasti (25,39 metrar). Stefanía Daney vann einnig gullverðlaun í 400 metra hlaupi (67,32 sekúndur). Stefanía Daney var ánægð með árangurinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Patrekur Andrés Axelsson kom með nýjum aðstoðarmanni sínum Helga Björnssyni í 100 metra hlaupi (12,38 sekúndur) og 200 metra hlaupi (25,89 sekúndur). Hann er greinilega að ná sínu fyrra formi eftir erfið meiðsli í allan vetur. Hulda Sigurjónsdóttir bætti metin sín í kúluvarpi (10,31 metrar) og sleggjukasti (30,10 metrar) í flokki 20. Hún sigraði einnig í kringlukasti (30,85 metrar) og varð önnur í spjótkasti með kast upp á 24,24 metra. Hafliði Hafþórsson er 14 ára og keppti í flokki 62 - 64 í langstökki en hann er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum. Hafliði stökk 4,25 metra sem er met í hans flokki. Emil Steinar Björnsson sigraði í kastgreinunum í flokki 20. Hann kastið kúlu 8,26 metra, hann kasti kringlunni 16,78 metra, kastaði spjótinu 21,69 metra og sleggjan fór 12,65 metra hjá honum,. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson sigraði í kúluvarpi 5kg í fl 35-38 með 7,76 metra kast og vann líka kringlu 1,5kg með 14,97 metra kasti. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR bætti metið í spjótkasti (500g) í flokki 37 með kasti upp á 21,69 metra. Hún hjó nærri meti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í langstökki með 4,26 metra stökki en metið er 2 sentímetrum lengra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira