Svissneska fyrirtækið Glencore, einn stærstu eigenda Century Aluminum sem svo aftur á Norðurál, hefur áhuga á því að kaupa eignir Rio Tinto á Íslandi, í Svíþjóð og Hollandi fyrir allt að 350 milljónir dala.
Tvö fyrirtæki til viðbótar hafa áhuga sömuleiðis, það eru hið þýska Trimet Aluminium og breska fyrirtækið Liberty House.
Sólveig Bergmann, talsmaður Norðuráls, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Rio Tinto hóf söluferli sitt á ný undir lok síðasta árs með hjálp franska fjárfestingarbankans Natixis en áður hafði Norsk Hydro hætt við kaup og kennt töfum á samþykkt frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um.
Heimildarmenn The New York Times sögðu það ef til vill hafa verið vegna áhyggna af áhrifum á samkeppni á álmarkaði. Talsmenn Glencore vildu ekki tjá sig um málið
Eigandi Norðuráls horfir til Rio Tinto
Tengdar fréttir
Þrjú erlend fyrirtæki sögð sýna Rio Tinto áhuga
New York Times segir hrávörurisann Glencore, þýska álframleiðandann Trimet Aluminium og breska fyrirtækið Liberty House öll hafa sýnt því áhuga að kaupa eignir Rio Tinto á Íslandsi, í Svíþjóð og í Hollandi. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir fyrirtækið ekki tjá sig um getgátur.