Unnið átta deildarleiki í röð en hafa áhuga á að stækka hópinn Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 21:45 Rúnar Kristinsson er að gera frábæra hluti í Vesturbænum. vísir/getty „Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
„Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45
Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti