Fékk sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða: Tók mörg ár að finna rót vandans Sylvía Hall skrifar 5. júlí 2019 16:00 Læknar tengdu sjúkdómseinkenni Heiðrúnar aldrei við púðana og var hún látin undirgangast ýmsar rannsóknir. Facebook/Getty Heiðrún Arna Friðriksdóttir var tvítug þegar hún ákvað að fá sér brjóstapúða. Hún hafði eignast barn, var ung móðir og vildi vera „kvenlegri“ eins og hún orðar það sjálf. Hún segist óska þess að geta sagt ungu sér að sú ákvörðun væri óþarfi enda átti hún eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér. „Mér fannst svo ómögulegt að vera með tóm brjóst svona ung og leið ekki vel út af því og þess vegna fékk ég mér púða, eins og svo margar,“ segir Heiðrún í samtali við Vísi. Árið 2013, tveimur árum eftir að hún skipti fyrstu púðunum út fyrir nýja, hafi hún farið að finna fyrir furðulegum einkennum á borð við lélega meltingu og ýmis magavandamál. Í kjölfarið fór Heiðrún í ristilsspeglun og magaspeglun en ekkert fannst. Í ofanálag fékk hún síendurteknar blöðrubólgur og sýkingu vegna lykkjunnar sem þurfti að fjarlægja. Ári síðar urðu einkennin alvarlegri og fleiri heilsufarsvandamál komu upp. „Árið 2014 fór ég að fá ýmis einkenni frá taugakerfinu og blóðprufa sýndi hækkun á CPR,“ segir hún og nefnir þar fjörfisk, doða í andliti, þreytu, máttleysi, hausverki og fleira. Hún hafi einnig verið með B12 vítamínskort þrátt fyrir að vera ekki grænmetisæta og þurfti hún að sprauta sig reglulega með vítamíninu.Ástandið fór versnandi Haustið 2014 hrakaði heilsu Heiðrúnar mjög og varð hún veikari og veikari. Hún var mjög verkjuð, fann fyrir beinverkjum, liðverkjum og hausverkjum og þjáðist af nætursvita og flensueinkennum. Það tók sinn toll og hafði mikil áhrif á andlega heilsu Heiðrúnar líka. Hún lýsir því að hún hafi tekið verkjalyf daglega, var enn að glíma við magavandamál og fljótlega fór hún að finna fyrir fæðuóþoli fyrir ákveðinni sem hún hafði aldrei fundið fyrir áður. „Heimilislæknir nefndi vefjagigt, ég hitti taugalækni, fór í CT skanna. Blóðprufur voru nánast eðlilegar en alltaf hækkun á CRP eins og það væri sýking sem aldrei fannst,“ segir Heiðrún en fljótlega kom í ljós að mygla væri í húsnæðinu hennar sem olli ofnæmisviðbrögðum. „Enginn annar í húsinu veiktist samt en ónæmiskerfið mitt var lélegt og ég næmari. Helling lagaðist við að losa sig við allt og flytja þaðan. Áfram fékk ég skrýtnar sýkingar; í fótinn, móðurlífið, þvagblöðru, augað og fleira furðulegt. Ég fékk pensilín ofnæmi þetta ár. Í lok 2015 fór ég í 3 mánaða veikinda leyfi frà vinnu vegna mikillar streitu, brann út andlega eftir allt sem var á undan gengið. Fór á kvíða og þunglyndislyf tímabundið.“Ekkert gekk fyrr en púðarnir fóru Árið 2016 ákvað Heiðrún að fara að vinna í sjálfri sér og fór að stunda hugleiðslu og jóga sem og að passa upp á matarræði og svefn. Það hafi breytt miklu og henni leið mun betur en þrátt fyrir það fann hún enn fyrir þreytu, liðverkjum, stirðleika, einbeitingarleysi og fleiri einkennum. Heiðrún varð svo ólétt og fór meðgangan vel í hana að hennar sögn. Það væri eins og líkaminn hefði fengið annað verkefni og nýjan fókus. Hún hafi þar að auki ekki verið mikið að segja öðru fólki frá öllum þessum einkennum, hún þoldi þau og tók þeim ekki of alvarlega þar sem hún að aldurinn væri að segja til sín. Það var ekki fyrr en í mars á þessu ári sem Heiðrún fékk sendan lista af einkennum fyrir Breast implant illness (BBI). Í apríl fékk hún svo tíma hjá lýtalækni og voru púðarnir fjarlægðir þann 15. maí síðastliðinn. „Mér hefur bókstaflega ALDREI liðið betur! Ég þorði ekki að nefna þessi sjálfsofnæmis einkenni sem ástæðu fyrir því að láta taka púðanna ef þetta væri svo ekki málið. Sagði bakverki og þyngsl vera ástæðuna,“ segir Heiðrún. „Ég vakna ekki stirð, er ekki með beinverki eða liðverki, hef fengið örsjaldan höfuðverki, meltingin góð, er miklu miklu orkumeiri og ferskari og hressari,“ bætir hún við. Í samtali við Vísi segir Heiðrún það vera mikilvægt að opna umræðuna um sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða þar sem tugir þúsunda upplifa svipuð einkenni vegna þeirra. Verði saga hennar til þess að ein kona endurheimti heilsu sína sé það þess virði. Heiðrún bendir á hópinn BII Ísland þar sem hægt er að fræðast um Breast implant illness. Heiðrún birti lista yfir einkenni sem geta fylgt BII á Facebook-síðu sinni. Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Heiðrún Arna Friðriksdóttir var tvítug þegar hún ákvað að fá sér brjóstapúða. Hún hafði eignast barn, var ung móðir og vildi vera „kvenlegri“ eins og hún orðar það sjálf. Hún segist óska þess að geta sagt ungu sér að sú ákvörðun væri óþarfi enda átti hún eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér. „Mér fannst svo ómögulegt að vera með tóm brjóst svona ung og leið ekki vel út af því og þess vegna fékk ég mér púða, eins og svo margar,“ segir Heiðrún í samtali við Vísi. Árið 2013, tveimur árum eftir að hún skipti fyrstu púðunum út fyrir nýja, hafi hún farið að finna fyrir furðulegum einkennum á borð við lélega meltingu og ýmis magavandamál. Í kjölfarið fór Heiðrún í ristilsspeglun og magaspeglun en ekkert fannst. Í ofanálag fékk hún síendurteknar blöðrubólgur og sýkingu vegna lykkjunnar sem þurfti að fjarlægja. Ári síðar urðu einkennin alvarlegri og fleiri heilsufarsvandamál komu upp. „Árið 2014 fór ég að fá ýmis einkenni frá taugakerfinu og blóðprufa sýndi hækkun á CPR,“ segir hún og nefnir þar fjörfisk, doða í andliti, þreytu, máttleysi, hausverki og fleira. Hún hafi einnig verið með B12 vítamínskort þrátt fyrir að vera ekki grænmetisæta og þurfti hún að sprauta sig reglulega með vítamíninu.Ástandið fór versnandi Haustið 2014 hrakaði heilsu Heiðrúnar mjög og varð hún veikari og veikari. Hún var mjög verkjuð, fann fyrir beinverkjum, liðverkjum og hausverkjum og þjáðist af nætursvita og flensueinkennum. Það tók sinn toll og hafði mikil áhrif á andlega heilsu Heiðrúnar líka. Hún lýsir því að hún hafi tekið verkjalyf daglega, var enn að glíma við magavandamál og fljótlega fór hún að finna fyrir fæðuóþoli fyrir ákveðinni sem hún hafði aldrei fundið fyrir áður. „Heimilislæknir nefndi vefjagigt, ég hitti taugalækni, fór í CT skanna. Blóðprufur voru nánast eðlilegar en alltaf hækkun á CRP eins og það væri sýking sem aldrei fannst,“ segir Heiðrún en fljótlega kom í ljós að mygla væri í húsnæðinu hennar sem olli ofnæmisviðbrögðum. „Enginn annar í húsinu veiktist samt en ónæmiskerfið mitt var lélegt og ég næmari. Helling lagaðist við að losa sig við allt og flytja þaðan. Áfram fékk ég skrýtnar sýkingar; í fótinn, móðurlífið, þvagblöðru, augað og fleira furðulegt. Ég fékk pensilín ofnæmi þetta ár. Í lok 2015 fór ég í 3 mánaða veikinda leyfi frà vinnu vegna mikillar streitu, brann út andlega eftir allt sem var á undan gengið. Fór á kvíða og þunglyndislyf tímabundið.“Ekkert gekk fyrr en púðarnir fóru Árið 2016 ákvað Heiðrún að fara að vinna í sjálfri sér og fór að stunda hugleiðslu og jóga sem og að passa upp á matarræði og svefn. Það hafi breytt miklu og henni leið mun betur en þrátt fyrir það fann hún enn fyrir þreytu, liðverkjum, stirðleika, einbeitingarleysi og fleiri einkennum. Heiðrún varð svo ólétt og fór meðgangan vel í hana að hennar sögn. Það væri eins og líkaminn hefði fengið annað verkefni og nýjan fókus. Hún hafi þar að auki ekki verið mikið að segja öðru fólki frá öllum þessum einkennum, hún þoldi þau og tók þeim ekki of alvarlega þar sem hún að aldurinn væri að segja til sín. Það var ekki fyrr en í mars á þessu ári sem Heiðrún fékk sendan lista af einkennum fyrir Breast implant illness (BBI). Í apríl fékk hún svo tíma hjá lýtalækni og voru púðarnir fjarlægðir þann 15. maí síðastliðinn. „Mér hefur bókstaflega ALDREI liðið betur! Ég þorði ekki að nefna þessi sjálfsofnæmis einkenni sem ástæðu fyrir því að láta taka púðanna ef þetta væri svo ekki málið. Sagði bakverki og þyngsl vera ástæðuna,“ segir Heiðrún. „Ég vakna ekki stirð, er ekki með beinverki eða liðverki, hef fengið örsjaldan höfuðverki, meltingin góð, er miklu miklu orkumeiri og ferskari og hressari,“ bætir hún við. Í samtali við Vísi segir Heiðrún það vera mikilvægt að opna umræðuna um sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða þar sem tugir þúsunda upplifa svipuð einkenni vegna þeirra. Verði saga hennar til þess að ein kona endurheimti heilsu sína sé það þess virði. Heiðrún bendir á hópinn BII Ísland þar sem hægt er að fræðast um Breast implant illness. Heiðrún birti lista yfir einkenni sem geta fylgt BII á Facebook-síðu sinni.
Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira