Heilsugæslan gefur út leiðbeiningar vegna lúsmýs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 10:53 Fjölmargir hafa lent í því að vera illa bitnir af lúsmý. vísir/vilhelm Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarnar vikur hefur lúsmý herjað á landsmenn, ekki hvað síst á Suður- og Vesturlandi. Fjölmargir hafa lent í því að vera bitnir af þessari litlu flugu og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú gefið út leiðbeiningar um fyrirbyggjandi ráð og meðhöndlun á bitum eftir lúsmý. Á vef Heilsugæslunnar segir að bitin séu oftast meinlaus en þau geti þó valdið óþægindum og kláða þar sem þau virkja ofnæmisviðbrögð líkamans.Eftirfarandi eru fyrirbyggjandi ráð:• Lúsmý bítur inni í húsum og á nóttunni. Það þarf því að koma í veg fyrir að það komist inn og verja sig á nóttunni:• Þéttriðið flugnanet í glugga getur komið í veg fyrir að lúsmýið berist inn.• Gott að vera í náttfötum og sokkum. Sokkarnir eru þá settir yfir buxnaskálmarnar og skyrtan ofan í buxnastrenginn. Best er ef ermarnar eru þröngar og liggja þétt að húðinni.• Lúsmý þolir ekki vind, því gætu viftur í svefnherbergjum hjálpað.• Skordýravörn sem sett er á húð og föt getur hjálpað. Vörn sem inniheldur 50% DEET (diethyltoluamide) er áhrifaríkust. Fyrir börn má skordýravörn ekki innihalda meira en 10% af DEET.Meðhöndlun á bitum eftir lúsmý:Allskonar húsráð eru í gangi varðandi meðhöndlun á bitum. Hafa skal í huga að sum efni geta valdið enn frekari ertingu í húðinni og því ekki til bóta. Hér koma nokkur ráð sem þykja á rökum reist:• Kældu bólgið svæði í um 10 mínútur.• Verkjalyf t.d. parasetamól slær á óþægindin og óhætt að nota skv. ráðleggingum á pakka.• Hafðu hærra undir höndum og fótum ef bit eru þar, það getur dregið úr bólgumyndun.• Ekki klóra í húðina þar sem það getur aukið líkur á sýkingum. Stutt kæling dregur úr kláða.• Ofnæmistöflur fást án lyfseðils í apótekum. Þessi lyf hindra áhrif histamíns í líkamanum og geta minnkað kláða og útbrot.• Sterakrem til dæmis Mildison fæst án lyfseðils í apótekum. Kremið minnkar bólgur og kláða. Sterakrem ætti ávallt að bera á í þunnu lagi og í stuttan tíma í einu. Forðast ætti að bera sterakrem í andlit eða á sár.• Steratöflur, eingöngu ef um svæsin útbrot er að ræða. Þá skal leita á næstu heilsugæslustöð og fá frekari ráðleggingar. Ef útbrot eru svæsin og ná yfir stór svæði á líkamanum er fólki ráðlagt að leita til næstu heilsugæslustöðvar. „Einnig ef útbrotin og bólgan vex í stað þess að dvína á nokkrum dögum. Ef um alvarlegri einkenni er að ræða svo sem öndunarfæraerfiðleika, bólgu í hálsi, andliti eða munni, hraðan hjartslátt og skerta meðvitund, getur það bent til bráðaofnæmis. Þá skal leita strax á bráðamóttöku eða hringja í 112. Á heilsuvera.is er að finna leiðbeiningar um skordýrabit. Einnig er þar hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing á netspjallinu og við heilsugæslustöðina sína í gegnum Mínar síður eða símleiðis og fá ráðgjöf,“ segir á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsa Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarnar vikur hefur lúsmý herjað á landsmenn, ekki hvað síst á Suður- og Vesturlandi. Fjölmargir hafa lent í því að vera bitnir af þessari litlu flugu og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú gefið út leiðbeiningar um fyrirbyggjandi ráð og meðhöndlun á bitum eftir lúsmý. Á vef Heilsugæslunnar segir að bitin séu oftast meinlaus en þau geti þó valdið óþægindum og kláða þar sem þau virkja ofnæmisviðbrögð líkamans.Eftirfarandi eru fyrirbyggjandi ráð:• Lúsmý bítur inni í húsum og á nóttunni. Það þarf því að koma í veg fyrir að það komist inn og verja sig á nóttunni:• Þéttriðið flugnanet í glugga getur komið í veg fyrir að lúsmýið berist inn.• Gott að vera í náttfötum og sokkum. Sokkarnir eru þá settir yfir buxnaskálmarnar og skyrtan ofan í buxnastrenginn. Best er ef ermarnar eru þröngar og liggja þétt að húðinni.• Lúsmý þolir ekki vind, því gætu viftur í svefnherbergjum hjálpað.• Skordýravörn sem sett er á húð og föt getur hjálpað. Vörn sem inniheldur 50% DEET (diethyltoluamide) er áhrifaríkust. Fyrir börn má skordýravörn ekki innihalda meira en 10% af DEET.Meðhöndlun á bitum eftir lúsmý:Allskonar húsráð eru í gangi varðandi meðhöndlun á bitum. Hafa skal í huga að sum efni geta valdið enn frekari ertingu í húðinni og því ekki til bóta. Hér koma nokkur ráð sem þykja á rökum reist:• Kældu bólgið svæði í um 10 mínútur.• Verkjalyf t.d. parasetamól slær á óþægindin og óhætt að nota skv. ráðleggingum á pakka.• Hafðu hærra undir höndum og fótum ef bit eru þar, það getur dregið úr bólgumyndun.• Ekki klóra í húðina þar sem það getur aukið líkur á sýkingum. Stutt kæling dregur úr kláða.• Ofnæmistöflur fást án lyfseðils í apótekum. Þessi lyf hindra áhrif histamíns í líkamanum og geta minnkað kláða og útbrot.• Sterakrem til dæmis Mildison fæst án lyfseðils í apótekum. Kremið minnkar bólgur og kláða. Sterakrem ætti ávallt að bera á í þunnu lagi og í stuttan tíma í einu. Forðast ætti að bera sterakrem í andlit eða á sár.• Steratöflur, eingöngu ef um svæsin útbrot er að ræða. Þá skal leita á næstu heilsugæslustöð og fá frekari ráðleggingar. Ef útbrot eru svæsin og ná yfir stór svæði á líkamanum er fólki ráðlagt að leita til næstu heilsugæslustöðvar. „Einnig ef útbrotin og bólgan vex í stað þess að dvína á nokkrum dögum. Ef um alvarlegri einkenni er að ræða svo sem öndunarfæraerfiðleika, bólgu í hálsi, andliti eða munni, hraðan hjartslátt og skerta meðvitund, getur það bent til bráðaofnæmis. Þá skal leita strax á bráðamóttöku eða hringja í 112. Á heilsuvera.is er að finna leiðbeiningar um skordýrabit. Einnig er þar hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing á netspjallinu og við heilsugæslustöðina sína í gegnum Mínar síður eða símleiðis og fá ráðgjöf,“ segir á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilsa Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53
Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00
Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53