Heim í heimahagana Benedikt Bóas skrifar 5. júlí 2019 15:00 ZINEDINE ZIDANE vann bæði titla sem leikmaður og stjóri Real Madrid. Getty/Angel Martinez Frank Lampard er tekinn við Chelsea þar sem hann gerði garðinn frægan á árum áður. Hann er þó ekki fyrsti stjórinn til að taka við liðinu sem gerði hann að stjörnu. Fréttablaðið fór í sögubækurnar og fletti upp þeim sem hafa tekið við liði þar sem ferillinn fór á flug og jafnvel bikurum var lyft.ZINEDINE ZIDANE Hann sló auðvitað ekkert í gegn með Real Madrid en hann tók óvænt við liðinu árið 2016 eftir að Real losaði sig við Rafa Benitez. Hann splæsti í þrjá Meistaradeildarbikara og hætti sem goðsögn. Er kominn aftur sem stjóri.Kenny Dalglish.Vísir/GettyKENNY DALGLISH Gerðist stjóri 1985 en var samt enn að spila. Stýrði Liverpool til tvennunnar sama ár. Ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur stjóri. Yfirgaf Liverpool árið 1991. Rúmum 20 árum síðar sneri hann aftur og vann deildabikarinn og komst í úrslit FA- bik ar sins . Náði í Luis Suarez til félagsins en hætti 2012.OLE GUNNAR SOLSKJÆR Hvað skal segja? Solskjær byrjaði með látum og allir voru voðalega ánægðir enda sagði Norð-maðurinn alla réttu hlutina. Hann þekkti félagið út og inn og allt virtist í blóma. Tímabilið endaði þó ekkert sérstaklega vel og óveðursskýin halda áfram að hanga yfir Old Trafford.Rúnar Kristinsson fagnar með þjálfarateymi KR eftir einn sigurleik KR að undanförnu.vísir/daníel þórRÚNAR KRISTINSSON Kóngurinn í Frosta-skjólinu sneri aftur til KR eftir að hafa reynt sig í atvinnumennskuþjálfun. Rúnar þekkir aðeins eitt hjá KR og það er að vinna titla enda er liðið á góðri leið með að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Spilaði 126 leiki með KR á þeim árum sem hann var í Vesturbænum.RÚNAR PÁLL SIGMUNDSSON Rúnar er af miklu stjörnukyni og spilaði allan sinn feril með Stjörnunni fyrir utan eitt tímabil með HK. Alls lék hann 149 leiki með félaginu samkvæmt heima-síðu KSÍ. Hann tók við liðinu árið 2014 og leiddi það til síns fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHERMANN HREIÐARSSON Hermann spilaði í fjögur ár með ÍBV áður en hann var seldur til Crystal Palace. Sneri aftur heim árið 2013 og tók við liðinu. Setti sig meðal annars í framherjann eins og fræg t er orðið. Aðstoðaði síðast Kerala Blasters í Indlandi en Hermann hefur ekki sagt skilið við fótboltann. Hver veit nema að hann snúi aftur nú þegar Eyjamenn eru í vandræðum.ALAN SHEARER Besti framherji sem England hefur átt og enska úrvalsdeildin hefur séð. 206 mörk á rúmum 10 árum sanna það. Því miður þá gekk ekki samstarfið árið 2009 og Newcastle féll með Shearer við stýrið. Hann er þó enn dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum.ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Spilaði, samkvæmt heimasíðu KSÍ, 152 leiki fyrir FH á sínum tíma áður en hann skipti yfir í KR árið 1996. Hann þjálfaði svo Fram, Breiðablik, Nordsjælland og Randers áður en heimahagarnir kölluðu í fyrra.Frank Lampard skrifar undir samninginn við Chelsea.Mynd/Heimasíða ChelseaFRANK LAMPARD Lampard skrifaði undir þriggja ára samning við Chelsea en hann tekur við af Maurizio Sarri sem fór til Juventus. Lampard spilaði á sínum tíma 648 leiki og vann ellefu stóra titla á þrettán árum sem leikmaður Chelsea.GLENN HODDLE Hoddle spilaði alls í 12 ár hjá Totten -ham þar sem hann vann bikarmeist-aratitilinn tvisvar sinnum svo og UEFA-bikarinn. Hann sneri til baka árið 2001 en var rekinn í september 2003 eftir heldur misheppnaða dvöl. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Frank Lampard er tekinn við Chelsea þar sem hann gerði garðinn frægan á árum áður. Hann er þó ekki fyrsti stjórinn til að taka við liðinu sem gerði hann að stjörnu. Fréttablaðið fór í sögubækurnar og fletti upp þeim sem hafa tekið við liði þar sem ferillinn fór á flug og jafnvel bikurum var lyft.ZINEDINE ZIDANE Hann sló auðvitað ekkert í gegn með Real Madrid en hann tók óvænt við liðinu árið 2016 eftir að Real losaði sig við Rafa Benitez. Hann splæsti í þrjá Meistaradeildarbikara og hætti sem goðsögn. Er kominn aftur sem stjóri.Kenny Dalglish.Vísir/GettyKENNY DALGLISH Gerðist stjóri 1985 en var samt enn að spila. Stýrði Liverpool til tvennunnar sama ár. Ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur stjóri. Yfirgaf Liverpool árið 1991. Rúmum 20 árum síðar sneri hann aftur og vann deildabikarinn og komst í úrslit FA- bik ar sins . Náði í Luis Suarez til félagsins en hætti 2012.OLE GUNNAR SOLSKJÆR Hvað skal segja? Solskjær byrjaði með látum og allir voru voðalega ánægðir enda sagði Norð-maðurinn alla réttu hlutina. Hann þekkti félagið út og inn og allt virtist í blóma. Tímabilið endaði þó ekkert sérstaklega vel og óveðursskýin halda áfram að hanga yfir Old Trafford.Rúnar Kristinsson fagnar með þjálfarateymi KR eftir einn sigurleik KR að undanförnu.vísir/daníel þórRÚNAR KRISTINSSON Kóngurinn í Frosta-skjólinu sneri aftur til KR eftir að hafa reynt sig í atvinnumennskuþjálfun. Rúnar þekkir aðeins eitt hjá KR og það er að vinna titla enda er liðið á góðri leið með að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Spilaði 126 leiki með KR á þeim árum sem hann var í Vesturbænum.RÚNAR PÁLL SIGMUNDSSON Rúnar er af miklu stjörnukyni og spilaði allan sinn feril með Stjörnunni fyrir utan eitt tímabil með HK. Alls lék hann 149 leiki með félaginu samkvæmt heima-síðu KSÍ. Hann tók við liðinu árið 2014 og leiddi það til síns fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHERMANN HREIÐARSSON Hermann spilaði í fjögur ár með ÍBV áður en hann var seldur til Crystal Palace. Sneri aftur heim árið 2013 og tók við liðinu. Setti sig meðal annars í framherjann eins og fræg t er orðið. Aðstoðaði síðast Kerala Blasters í Indlandi en Hermann hefur ekki sagt skilið við fótboltann. Hver veit nema að hann snúi aftur nú þegar Eyjamenn eru í vandræðum.ALAN SHEARER Besti framherji sem England hefur átt og enska úrvalsdeildin hefur séð. 206 mörk á rúmum 10 árum sanna það. Því miður þá gekk ekki samstarfið árið 2009 og Newcastle féll með Shearer við stýrið. Hann er þó enn dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum.ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Spilaði, samkvæmt heimasíðu KSÍ, 152 leiki fyrir FH á sínum tíma áður en hann skipti yfir í KR árið 1996. Hann þjálfaði svo Fram, Breiðablik, Nordsjælland og Randers áður en heimahagarnir kölluðu í fyrra.Frank Lampard skrifar undir samninginn við Chelsea.Mynd/Heimasíða ChelseaFRANK LAMPARD Lampard skrifaði undir þriggja ára samning við Chelsea en hann tekur við af Maurizio Sarri sem fór til Juventus. Lampard spilaði á sínum tíma 648 leiki og vann ellefu stóra titla á þrettán árum sem leikmaður Chelsea.GLENN HODDLE Hoddle spilaði alls í 12 ár hjá Totten -ham þar sem hann vann bikarmeist-aratitilinn tvisvar sinnum svo og UEFA-bikarinn. Hann sneri til baka árið 2001 en var rekinn í september 2003 eftir heldur misheppnaða dvöl.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira