Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2019 17:16 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Helgi segist þó ekki bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð. Helgi segir í fundarbeiðni sem hann sendi allsherjar- og menntmálanefnd, auk fjölmiðla, í dag að af fréttaflutningi að dæma hafi hagsmunir barna ekki notið þess forgangs við ákvarðanatöku sem þau hafa rétt á samkvæmt lögum og barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Hann óski eftir því að nefndin boði einnig á fund sinn Umboðsmann barna, UNICEF, Útlendingastofnun, Kærunefnd útlendingamála og dómsmálaráðherra. Helgi segir í samtali við fréttastofu að þar sem brottvísun sé yfirvofandi sé brýn þörf á því að ráðherra svari fyrir aðgerðir undirstofnanna sinna í málaflokknum. „Mér finnst mikilvægt að Alþingi fái svör frá dómsmálaráðherra en líka öðrum stofnunum og undirstofnunum hans, ásamt þeim stofnunum sem varða réttindi barna til að varpa ljósi á það hvernig það eigi að geta staðist að hagsmunir barna séu hafðir að leiðarljósi, og að þeir hagsmunir njóti forgangs við þær ákvarðanir eins og þessar sem við höfum orðið vitni að í fjölmiðlum.“Ertu bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð? „Ég er ekki bjartsýnn á neitt í þessum málaflokki í náinni framtíð, nei, því miður. Það er ekki tilefni til þess miðað við það hvernig stjórnvöld hafa hagað sér,“ segir Helgi.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirMótmæli vegna fyrirhugaðrar brottvísunar tveggja afganskra fjölskyldna hófust við Hallgrímskirkju klukkan fimm, þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Hins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Heimildir fréttastofu herma að fjölskyldunum verði ekki vísað úr landi á næstu dögum. verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Mál þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum. Alþingi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Helgi segist þó ekki bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð. Helgi segir í fundarbeiðni sem hann sendi allsherjar- og menntmálanefnd, auk fjölmiðla, í dag að af fréttaflutningi að dæma hafi hagsmunir barna ekki notið þess forgangs við ákvarðanatöku sem þau hafa rétt á samkvæmt lögum og barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Hann óski eftir því að nefndin boði einnig á fund sinn Umboðsmann barna, UNICEF, Útlendingastofnun, Kærunefnd útlendingamála og dómsmálaráðherra. Helgi segir í samtali við fréttastofu að þar sem brottvísun sé yfirvofandi sé brýn þörf á því að ráðherra svari fyrir aðgerðir undirstofnanna sinna í málaflokknum. „Mér finnst mikilvægt að Alþingi fái svör frá dómsmálaráðherra en líka öðrum stofnunum og undirstofnunum hans, ásamt þeim stofnunum sem varða réttindi barna til að varpa ljósi á það hvernig það eigi að geta staðist að hagsmunir barna séu hafðir að leiðarljósi, og að þeir hagsmunir njóti forgangs við þær ákvarðanir eins og þessar sem við höfum orðið vitni að í fjölmiðlum.“Ertu bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð? „Ég er ekki bjartsýnn á neitt í þessum málaflokki í náinni framtíð, nei, því miður. Það er ekki tilefni til þess miðað við það hvernig stjórnvöld hafa hagað sér,“ segir Helgi.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirMótmæli vegna fyrirhugaðrar brottvísunar tveggja afganskra fjölskyldna hófust við Hallgrímskirkju klukkan fimm, þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Hins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Heimildir fréttastofu herma að fjölskyldunum verði ekki vísað úr landi á næstu dögum. verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Mál þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.
Alþingi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40