Íslenski boltinn

Pedersen hefur komið að 22 mörkum í síðustu 18 leikjum sínum með Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Pedersen fagnar marki á móti Grindavík í fyrra.
Patrick Pedersen fagnar marki á móti Grindavík í fyrra. vísir/bára
Patrick Pedersen, markakóngur síðasta tímabils, spilar í kvöld væntanlega sinn fyrsta leik með Val í Pepsi Max deildinni í sumar.  

Daninn marksækni er kominn til landsins og hann er einnig kominn með leikheimild.

Valsmenn taka þá á móti KA í eina leik kvöldsins en leikurinn hefst klukkan 18.00 á Valsvellinum. Þetta er fyrsti leikur tólftu umferðar en hinir leikir umferðarinnar verða síðan á næstu fjórum dögum.

Valsmenn keyptu Patrick Pedersen frá FC Sheriff Tiraspol í vikunni og gerðu við hann samning til ársins 2022.

Patrick Pedersen var lykilmaður þegar Valsmenn urðu Íslandsmeistarar síðasta sumar en hann endaði sem markakóngur deildarinnar með 17 mörk.

Pedersen skoraði ekki í fyrstu þremur umferðunum en opnaði markareikning sinn í leik á móti Stjörnunni 18. maí. Hann kom alls að 22 mörkum í síðustu átján deildarleikjum Valsmanna, skoraði 17 og lagði upp fimm að auki.

KA var samt eitt af þremur liðum deildarinnar sem tókst að halda hreinu á móti Patrick Pedersen síðasta sumar en hin voru Fylkir og Víkingur (1 leikur).

Síðustu átján leikir Patrick Pedersen með Val í Pepsi deildinni 2018:

Jafntefli við Stjörnuna - 1 mark

Tap á móti Grindavík - 1 mark

Sigur á Breiðabliki - 1 mark

Sigur á Fjölni - 1 mark + 1 stoðsending

Sigur á KA

Sigur á ÍBV

Sigur á FH - 1 mark

Sigur á Keflavík - 1 mark

Jafntefli við KR - 1 mark

Sigur á Víkingi

Jaqfntefli við Fylki

Sigur á Grindavík - 3 mörk

Sigur á Breiðabliki - 2 mörk

Sigur á Fjölni - 1 mark + 2 stoðsendingar

Jafntefli við Stjörnuna

Jafntefli við KA  1 stoðsending

Sigur á ÍBV - 3 mörk + 1 stoðsending

Tap á móti FH - 1 mark

Sigur á Keflavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×