Íslenski boltinn

Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óttar Magnús á æfingu í Víkinni.
Óttar Magnús á æfingu í Víkinni. vísir/anton
Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga.

Milos Milojevic, þjálfari sænska félagsins Mjallby og fyrrum þjálfari Víkings, staðfestir við Blekinge Läns Tidning að tilboð hafi komið frá Víkingum. Fótbolti.net greindi frá.

Óttar Magnús er 22 ára gamall og uppalinn Víkingur. Hann sprakk út í liði Víkings sumarið 2015 og fór í kjölfarið til Molde í Noregi. Þar fann hann sig ekki og fór því til Trelleborg í Svíþjóð og nú síðast Mjallby.

Víkingar eru þegar búnir að fá Kára Árnason í sitt lið og svo kom Kwame Quee að láni frá Blikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×