Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Næstu 90 dagar eru áhrifaríkasti tíminn á árinu Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Ljónið mitt, þú ert svo litríkur og margbreytilegur að þú getur á örstundu breytt hlutunum þér í hag. Þegar þú ert tengdur í réttu flæði og hjá réttu fólki, þá getur enginn stoppað gleði þína, svo steinhættu alveg að láta þér detta það í hug að grafa einhverja holu þar sem þú sérð ekki lífið og lífið sér þig ekki. Það er svo góð orka og bjartur vegur að bjóðast ykkur Ljónum yfir þessa mánuði og þú veist alveg hvað þú átt að gera til þess að klukka hamingjuna. Júlí og ágúst sýna þér með áhrifaríkum mætti hvers þú ert megnugur, þú munt hreinsa og henda óþarfa í kringum þig og byggja upp traust hjá þeim sem skipta máli og hjálpa þér að gera nýja samninga við þá sem þú þarft að semja við og það verður svo miklu auðveldara en þú getur ímyndað þér. En þú verður að taka fyrsta skrefið því það verður ekki bara bankað og þér boðnir samningar, þú þarft að gera eða „Just do it“ eins og Nike segir í slagorði sínu. Það er að einfaldast hjá þér lífið og það sem þér fannst erfitt verður einhvern veginn miklu auðveldara og ný heimili eru í augsýn fyrir þá sem eru að leitast eftir slíku, en þeir sem eru ánægðir með sinn stað munu betrumbæta hann. Þú getur átt það til að vera að dekra í þér letina, en þá skaltu muna að þú hefur góða samskiptahæfileika bara ef þú vilt það og ekkert ljómar eins mikið og þú þegar þú vilt töfra einhvern. Næstu 90 dagar eru áhrifaríkasti tíminn á árinu og það glóir allt af tækifærum í kringum þig, en hver er sinnar gæfu smiður, svo taktu ábyrgð því þú hefur bæði afl og kraft til að gera það sem þú vilt, það er ekkert að stoppa þig. Þú þú hefur miklar áhyggjur af einhverju máli sem stækkar og stækkar í höfðinu á þér, svo stattu upp og taktu á því, það er eina leiðin til að sprengja það og þér verður svo létt þegar þú klárar það sem þú þarft. Knús og kveðjur, þín Sigga Kling.Cara, Sunneva, Birgitta, Inga, Valdimar og Diddú.Vísir/Getty/FBLLjón 23. júlí - 22. ágústCara Delevingne fyrirsæta, 12. ágúst Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, 28. júlí Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, 12. ágúst Birgitta Haukdal söngkona, 28. júlí Barack Obama Bandaríkjaforseti, 4. ágúst Ásdís Rán fyrirsæta, 12. ágúst Geir Ólafsson söngvari, 14. ágúst Þórunn Antonía alheimsstjarna, 28. júlí Albert Eiríksson, matgæðingur, 16. ágúst Jennifer Lopez söngkona, 24. júlí Diddú, 8. ágúst Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, 29. júlí Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, 6. ágúst Inga Sæland, 3. ágúst Sunneva Einarsdóttir, samfélagsmiðlastjarna, 7. ágúst Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, 4. ágúst Valdimar Guðmundsson, söngvari, 7. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, þú ert svo litríkur og margbreytilegur að þú getur á örstundu breytt hlutunum þér í hag. Þegar þú ert tengdur í réttu flæði og hjá réttu fólki, þá getur enginn stoppað gleði þína, svo steinhættu alveg að láta þér detta það í hug að grafa einhverja holu þar sem þú sérð ekki lífið og lífið sér þig ekki. Það er svo góð orka og bjartur vegur að bjóðast ykkur Ljónum yfir þessa mánuði og þú veist alveg hvað þú átt að gera til þess að klukka hamingjuna. Júlí og ágúst sýna þér með áhrifaríkum mætti hvers þú ert megnugur, þú munt hreinsa og henda óþarfa í kringum þig og byggja upp traust hjá þeim sem skipta máli og hjálpa þér að gera nýja samninga við þá sem þú þarft að semja við og það verður svo miklu auðveldara en þú getur ímyndað þér. En þú verður að taka fyrsta skrefið því það verður ekki bara bankað og þér boðnir samningar, þú þarft að gera eða „Just do it“ eins og Nike segir í slagorði sínu. Það er að einfaldast hjá þér lífið og það sem þér fannst erfitt verður einhvern veginn miklu auðveldara og ný heimili eru í augsýn fyrir þá sem eru að leitast eftir slíku, en þeir sem eru ánægðir með sinn stað munu betrumbæta hann. Þú getur átt það til að vera að dekra í þér letina, en þá skaltu muna að þú hefur góða samskiptahæfileika bara ef þú vilt það og ekkert ljómar eins mikið og þú þegar þú vilt töfra einhvern. Næstu 90 dagar eru áhrifaríkasti tíminn á árinu og það glóir allt af tækifærum í kringum þig, en hver er sinnar gæfu smiður, svo taktu ábyrgð því þú hefur bæði afl og kraft til að gera það sem þú vilt, það er ekkert að stoppa þig. Þú þú hefur miklar áhyggjur af einhverju máli sem stækkar og stækkar í höfðinu á þér, svo stattu upp og taktu á því, það er eina leiðin til að sprengja það og þér verður svo létt þegar þú klárar það sem þú þarft. Knús og kveðjur, þín Sigga Kling.Cara, Sunneva, Birgitta, Inga, Valdimar og Diddú.Vísir/Getty/FBLLjón 23. júlí - 22. ágústCara Delevingne fyrirsæta, 12. ágúst Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, 28. júlí Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, 12. ágúst Birgitta Haukdal söngkona, 28. júlí Barack Obama Bandaríkjaforseti, 4. ágúst Ásdís Rán fyrirsæta, 12. ágúst Geir Ólafsson söngvari, 14. ágúst Þórunn Antonía alheimsstjarna, 28. júlí Albert Eiríksson, matgæðingur, 16. ágúst Jennifer Lopez söngkona, 24. júlí Diddú, 8. ágúst Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, 29. júlí Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, 6. ágúst Inga Sæland, 3. ágúst Sunneva Einarsdóttir, samfélagsmiðlastjarna, 7. ágúst Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, 4. ágúst Valdimar Guðmundsson, söngvari, 7. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira