Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 15:23 Uppsagnir hjá Íslandspósti eiga að beinast að millistjórnendum á skrifstofu en ekki starfsfólki á pósthúsum eða í dreifikerfinu. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspóst, sendi starfsmönnum fyrirtækisins póst í morgun og boðaði uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Tilkynnt var um að framkvæmdastjórum yrði fækkað úr fimm í þrjá og að fyrirtækið flytti í ódýrara húsnæði í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Birgir að yfirbygging fyrirtækisins sé of þung og launakostnaður í stjórnunarlaginu úr takti við raunverulegar aðstæður í rekstrinum. Hann hafi sent öllum starfsmönnum póst um næsta fasa aðhaldsaðgerða svo að þeir þyrftu ekki að lesa um þær fyrst í fjölmiðlum. Í póstinum segir hann að stefnt sé að því að ljúka uppsögnunum í sumar. Spurður út í umfang uppsagnanna segist Birgir ekki geta gefið upp nákvæma tölu. „Þetta er auðvitað hlutfallslega umtalsvert hlutfall af þeim sem vinna hérna á skrifstofunni, millistjórnendur og aðrir. Ég er ekki að tala um fólk á pósthúsunum eða dreifikerfinu. Ég er að tala um yfirbygginguna,“ segir hann. Ráðist verður í frekari hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins en Birgir segir að þær eigi ekki að skerða þjónustu fyrirtækisins eða koma niður á viðskiptavinum. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspóst, sendi starfsmönnum fyrirtækisins póst í morgun og boðaði uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Tilkynnt var um að framkvæmdastjórum yrði fækkað úr fimm í þrjá og að fyrirtækið flytti í ódýrara húsnæði í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Birgir að yfirbygging fyrirtækisins sé of þung og launakostnaður í stjórnunarlaginu úr takti við raunverulegar aðstæður í rekstrinum. Hann hafi sent öllum starfsmönnum póst um næsta fasa aðhaldsaðgerða svo að þeir þyrftu ekki að lesa um þær fyrst í fjölmiðlum. Í póstinum segir hann að stefnt sé að því að ljúka uppsögnunum í sumar. Spurður út í umfang uppsagnanna segist Birgir ekki geta gefið upp nákvæma tölu. „Þetta er auðvitað hlutfallslega umtalsvert hlutfall af þeim sem vinna hérna á skrifstofunni, millistjórnendur og aðrir. Ég er ekki að tala um fólk á pósthúsunum eða dreifikerfinu. Ég er að tala um yfirbygginguna,“ segir hann. Ráðist verður í frekari hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins en Birgir segir að þær eigi ekki að skerða þjónustu fyrirtækisins eða koma niður á viðskiptavinum.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00