Íslenski boltinn

KR vann toppslaginn þrátt fyrir að vera með fæstar heppnaðar sendingar af öllum liðum deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Pablo Punyed í leiknum á móti Breiðabliki.
KR-ingurinn Pablo Punyed í leiknum á móti Breiðabliki. Vísir/Bára
KR-ingar náðu fjögurra stiga forystu með 2-0 sigri á Blikum í 11. umferð Pepsi Max deild karla í fótbolta en öll hin ellefu lið deildarinnar voru samt með fleiri heppnaðar sendingar í umferðinni.

KR-liðið átti samtals aðeins 230 heppnaðar sendingar í leiknum á móti Breiðabliki en bara 71 prósent sendinga liðsins enduðu á samherja. Þetta kemur fram í nýjustu tölunum frá Instat.

Valsmenn voru sem dæmi með 337 fleiri heppnaðar sendingar í sínum leik og Víkingar voru með 322 fleiri heppnaðar sendingar en Vesturbæjarliðið í þessum risasigri liðsins.

KR átti líka langfæstar sendingar inn í vítateig mótherjanna eða bara samtals tólf allan leikinn. FH-ingar áttu sem dæmi 55 sendingar inn í teig andstæðinganna og Blikar reyndu tuttugu fleiri sendingar inn í vítateig mótherjanna en KR-liðið.

KR-ingar áttu líka fæstar fyrirgjafir eða aðeins sex og enginn þeirra heppnaðist. Eyjamenn reyndu 25 fyrirgjafir í tapleikjum sínum á móti Stjörnunni.

Flestar heppnaðar sendingar í 11. umferð Pepsi Max deild karla:

(Hlutfall sendinga sem rataði rétta lið - tölur frá Instat)

1. Valur 567 (85%)

2. Víkingur 552 (86%)

3. FH 479 (81%)

4. KA  418 (81%)

5. ÍBV 369 (76%)

6. Breidablik 334 (75%)

7. Fylkir 329 (80%)

8. Stjarnan 289 (72%)

9. ÍA 260 (72%)

10. HK 251 (77%)

11. Grindavík 241 (73%)

12. KR  230 (71%)

Flestar reyndar sendingar inn í vítateig mótherjanna í 11. umferð:

(Tölur frá Instat)

1. FH 55

2. ÍBV 44

3. Valur 42

4. HK 41

5. Víkingur 36

5. ÍA 36

5. Stjarnan 36

8. KA  35

9. Breiðablik 32

10. Fylkir 31

11. Grindavík 29

12. KR  12

Flestar reyndar fyrirgjafir í 11. umferð:

(Tölur frá Instat)

1. ÍBV 25

2. HK 22

3. Stjarnan 18

4. FH 17

5. Valur 16

6. Fylkir 15

6. Grindavík 15

8. KA 13

9. ÍA 12

10. Víkingur 11

11. Breiðablik 10

12. KR  6






Fleiri fréttir

Sjá meira


×