Hetja Perú í kvöld tryggir sér koss frá þekktri leikkonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 11:30 Stephanie Cayo og leikmenn Perú að fagna sæti í undanúrslitunum. Mynd/Samsett/Getty Perúmenn eiga möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitaleik Copa America í kvöld þegar liðið mætir Síle í undanúrslitum keppninnar. Brasilíumenn halda keppnina í ár og eru komnir í úrslitin eftir sigur á Argentínu. Nú er komið að Kyrrahafsstrandarþjóðunum tveimur að útkljá sína baráttu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending tuttugu mínútum eftir miðnætti. Síle hefur unnið tvær síðustu Copa America keppnir en það er mun lengra síðan Perúmenn komust svo langt. Perú hefur ekki komist í úrslitaleik Copa America í 44 ár eða síðan að liðið vann keppnina árið 1975. Perúmenn hafa tapað í undanúrslitum í tveimur af síðustu þremur Suðurameríkukeppnum. Perú sló Úrúgvæ óvænt út í átta liða úrslitunum og frammistaða liðsins í sumar hefur heillað alla perúsku þjóðina.La fruta pic.twitter.com/SXjZQPsWwh — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) December 19, 2018Þar á meðal er hin stórglæsilega leikkona Stephanie Cayo. Cayo er mikil fótboltaáhugakona og hún hefur nú heldur betur lofað landsliðsmanni Perú bónus takist liðinu að vinna leikinn í nótt. „Ég er að íhuga það alvarlega að kyssa þann leikmenn Perú sem skorar sigurmarkið á móti Síle á miðvikudagskvöldið. Það yrði auðvitað að vera með hans leyfi" skrifaði Stephanie Cayo á Twitter. Stephanie Cayo er þekkt leikkona sem hefur meðal annars leikið í Netflix-þáttunum Club de Cuervos og Yucatan.Estoy pensando seriamente en regalarle un beso ( con permiso respectivo) al responsable de ganarle a Chile este Miércoles.#CopaAmerica2019 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) June 30, 2019 Copa América Fótbolti Perú Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Sjá meira
Perúmenn eiga möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitaleik Copa America í kvöld þegar liðið mætir Síle í undanúrslitum keppninnar. Brasilíumenn halda keppnina í ár og eru komnir í úrslitin eftir sigur á Argentínu. Nú er komið að Kyrrahafsstrandarþjóðunum tveimur að útkljá sína baráttu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending tuttugu mínútum eftir miðnætti. Síle hefur unnið tvær síðustu Copa America keppnir en það er mun lengra síðan Perúmenn komust svo langt. Perú hefur ekki komist í úrslitaleik Copa America í 44 ár eða síðan að liðið vann keppnina árið 1975. Perúmenn hafa tapað í undanúrslitum í tveimur af síðustu þremur Suðurameríkukeppnum. Perú sló Úrúgvæ óvænt út í átta liða úrslitunum og frammistaða liðsins í sumar hefur heillað alla perúsku þjóðina.La fruta pic.twitter.com/SXjZQPsWwh — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) December 19, 2018Þar á meðal er hin stórglæsilega leikkona Stephanie Cayo. Cayo er mikil fótboltaáhugakona og hún hefur nú heldur betur lofað landsliðsmanni Perú bónus takist liðinu að vinna leikinn í nótt. „Ég er að íhuga það alvarlega að kyssa þann leikmenn Perú sem skorar sigurmarkið á móti Síle á miðvikudagskvöldið. Það yrði auðvitað að vera með hans leyfi" skrifaði Stephanie Cayo á Twitter. Stephanie Cayo er þekkt leikkona sem hefur meðal annars leikið í Netflix-þáttunum Club de Cuervos og Yucatan.Estoy pensando seriamente en regalarle un beso ( con permiso respectivo) al responsable de ganarle a Chile este Miércoles.#CopaAmerica2019 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) June 30, 2019
Copa América Fótbolti Perú Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Sjá meira