Vonaðist eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:30 Florijana Ismaili, hér í treyju númer sautján, lék 33 landsleiki fyrir Sviss. EPA/PETER SCHNEIDER Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019 Fótbolti Sviss Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019
Fótbolti Sviss Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira