Íslenski boltinn

Alex Freyr með slitið krossband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alex í leik gegn KA fyrr í sumar.
Alex í leik gegn KA fyrr í sumar. vísir/bára
Alex Freyr Hilmarsson, miðjumaður KR, er með slitið krossband en þetta kom í ljós þegar hann hitti lækna nú síðdegis.

Alex Freyr meiddist í stórleik KR og Breiðabliks í gær en hann var borinn af velli skömmu fyrir hálfleik.

Hann hitti svo lækna í dag og miðjumaðurinn knái staðfesti í samtali við Vísi að allar líkur eru á slitnu krossbandi.

„Þetta er 99% staðfest að það sé slitið krossband. Ég fer í myndatöku í fyrramálið til þess að staðfesta þetta endanlega og sjá hvernig þetta lítur út,“ sagði Alex Freyr í samtali við Vísi.







Alex sagði jafn framt að þetta væri mikill skellur eftir góða byrjun í mótinu en sagði að það væri lítið meira við því að segja. Reikna má með að Alex verði frá næstu 9-12 mánuðina.

Hann gekk í raðir KR frá Víkingi fyrir leiktíðina og hefur staðið sig vel á miðju KR sem hefur unnið sex leiki í röð. KR er á toppi deildarinnar, með fjögurra stiga forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×