Meðferð samrunamála hjá SKE Magnús Þór Kristjánsson skrifar 3. júlí 2019 07:00 Í grein í Markaðnum þann 19. júní sl. gera lögmennirnir Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson meðferð Samkeppniseftirlitsins á samrunamálum og umgjörð um þær rannsóknir að sérstöku umtalsefni. Af greininni verður ráðið að samrunafyrirtæki standi berskjölduð gagnvart víðtækum heimildum Samkeppniseftirlitsins og að lítið hafi upp á sig fyrir fyrirtækin að leita réttar síns brjóti eftirlitið gegn þeim réttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim. Í þessu samhengi fjalla lögmennirnir um heimild 2. mgr. 17. gr. e. samkeppnislaga til þess að taka aftur til skoðunar samruna sem hafa verið ógiltir í kjölfar áfrýjunar vegna formgalla á málsmeðferð. Óhjákvæmilegt er að gera athugasemd við þessa framsetningu lögmannanna sem ekki er studd gögnum eða tilvísunum til einstakra dæma. Er hún að tilefnislausu til þess fallin að fæla fyrirtæki frá því að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna og halda fram réttindum sínum.Rannsóknir samrunamála Rannsókn samrunamála er eitt af meginverkefnum Samkeppniseftirlitsins. Ólíkt flestum öðrum málum fyrir stofnuninni snýr samrunaeftirlit ekki að brotum sem hafa átt sér stað heldur að því að vernda samkeppnislega gerð markaða og tryggja þannig möguleikann á virkri samkeppni til framtíðar. Samrunar sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni geta skaðað hagsmuni neytenda og almennings með alvarlegum hætti, til að mynda með hækkun verðs. Löggjafinn hefur metið það mikilvægt að hagsmunir almennings séu verndaðir með samrunaeftirliti.Heimild til þess að taka samruna aftur til meðferðar Framangreindu ákvæði, sem lögmennirnir gera að umtalsefni í grein sinni, var bætt við samkeppnislög á árinu 2008 samhliða því sem reglur um rannsókn samruna voru styrktar og færðar til nánara samræmis við reglur sem gilda í EES/ESB-samkeppnisrétti. Ákvæðið sækir fyrirmynd sína til samrunareglugerðar Evrópusambandsins og gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að taka efnislega afstöðu til samruna sem hafa verið ógiltir vegna galla á málsmeðferð. Í greinargerð með lögunum kemur fram að ákvæðinu er ætlað að tryggja að samrunar sem hafa möguleg skaðleg áhrif á samkeppni fái efnislega umfjöllun. Samkvæmt ákvæðinu er Samkeppniseftirlitinu heimilt, en ekki skylt, að taka mál sem eru ógilt á þessum grundvelli til rannsóknar að nýju. Kjósi eftirlitið að gera það hefur stofnunin 30 virkra daga frest til þess að taka ákvörðun að nýju um hvort rétt sé að hafna eða setja viðkomandi samruna skilyrði. Nauðsynlegt er að á þessu tímabili sé bætt úr þeim annmörkum sem kunna að hafa verið á fyrri málsmeðferð. Í framkvæmd hefur Samkeppniseftirlitið ekki beitt heimildinni og ljóst er að henni myndi aðeins verða beitt í þeim tilvikum þar sem framangreindir hagsmunir sem samkeppnislögum er ætlað að vernda eru í hættu.Málsaðilar láta reyna á meðferð máls Í greininni láta lögmennirnir að því liggja að ákvæðið komi í veg fyrir að fyrirtæki telji það þjóna hagsmunum sínum að láta reyna á möguleg brot á málsmeðferðarreglum. Þvert gegn því sem lögmennirnir halda fram hafa samrunaaðilar iðulega haldið því til haga í málatilbúnaði sínum, m.a. fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála, að Samkeppniseftirlitið hafi ekki virt málsmeðferðarreglur. Í flestum þessara mála hefur nefndin ekki fallist á athugasemdir við málsmeðferðina, samanber meðal annars úrskurði áfrýjunarnefndar frá 8. mars 2019 í máli Lyfja og heilsu hf., 13. desember 2018 í máli Atlantsolíu ehf. og 16. janúar 2018 í máli Símans hf. en í öllum tilvikum var meðferð eftirlitsins tekin til ítarlegrar umfjöllunar og komist að þeirri niðurstöðu að henni væri ekki ábótavant. Staðreyndin er sú að Samkeppniseftirlitið fylgir málsmeðferðarreglum og verklagi sem tryggir réttindi málsaðila miklum mun betur en stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Þannig gefur Samkeppniseftirlitið út svokallað andmælaskjal í samrunamálum þar sem líkur eru á íhlutun. Í andmælaskjalinu er gerð ítarleg grein fyrir gagnaöflun og annarri meðferð málsins, ásamt því sem eftirlitið gerir grein fyrir frummati sínu í málinu. Þannig hafa málsaðilar tækifæri til að gera ítarlegar athugasemdir við bæði málsmeðferð og efnismat. Þessi samskipti eftirlitsins og málsaðila eru til þess fallin að gera meðferð málsins og þar með niðurstöðuna vandaðri. Þetta er meginástæðan fyrir því að ekki hefur reynst nauðsynlegt að beita fyrrgreindu varúðarákvæði 2. mgr. 17. gr. e. samkeppnislaga. Ákvæðið er engu að síður mikilvægt til þess að tryggja þá almannahagsmuni að neytendur og viðskiptavinir þurfi ekki um ókomin ár að gjalda fyrir það að samkeppnishindrandi samruni náði fram að ganga vegna mögulegrar niðurstöðu áfrýjunarnefndar eða dómstóla um annmarka á meðferð viðkomandi máls. Engin haldbær rök styðja hins vegar við þá ályktun að varúðarreglan fæli málsaðila frá því að halda fram rétti sínum. Að síðustu skal áréttað að Samkeppniseftirlitið vill að sjálfsögðu kappkosta með öllum ráðum eins skilvirka og vandaða rannsókn samrunamála og kostur er. Eftirlitið stefnir að því að nýta þá reynslu sem byggst hefur upp á síðustu misserum til þess að bæta enn frekar núgildandi verklag við meðferð samrunamála. Í því sambandi hyggst eftirlitið í haust efna til fundar í fundaröð sinni Samtal um samkeppni þar sem þetta efni verður rætt við ráðgjafa fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Markaðnum þann 19. júní sl. gera lögmennirnir Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson meðferð Samkeppniseftirlitsins á samrunamálum og umgjörð um þær rannsóknir að sérstöku umtalsefni. Af greininni verður ráðið að samrunafyrirtæki standi berskjölduð gagnvart víðtækum heimildum Samkeppniseftirlitsins og að lítið hafi upp á sig fyrir fyrirtækin að leita réttar síns brjóti eftirlitið gegn þeim réttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim. Í þessu samhengi fjalla lögmennirnir um heimild 2. mgr. 17. gr. e. samkeppnislaga til þess að taka aftur til skoðunar samruna sem hafa verið ógiltir í kjölfar áfrýjunar vegna formgalla á málsmeðferð. Óhjákvæmilegt er að gera athugasemd við þessa framsetningu lögmannanna sem ekki er studd gögnum eða tilvísunum til einstakra dæma. Er hún að tilefnislausu til þess fallin að fæla fyrirtæki frá því að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna og halda fram réttindum sínum.Rannsóknir samrunamála Rannsókn samrunamála er eitt af meginverkefnum Samkeppniseftirlitsins. Ólíkt flestum öðrum málum fyrir stofnuninni snýr samrunaeftirlit ekki að brotum sem hafa átt sér stað heldur að því að vernda samkeppnislega gerð markaða og tryggja þannig möguleikann á virkri samkeppni til framtíðar. Samrunar sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni geta skaðað hagsmuni neytenda og almennings með alvarlegum hætti, til að mynda með hækkun verðs. Löggjafinn hefur metið það mikilvægt að hagsmunir almennings séu verndaðir með samrunaeftirliti.Heimild til þess að taka samruna aftur til meðferðar Framangreindu ákvæði, sem lögmennirnir gera að umtalsefni í grein sinni, var bætt við samkeppnislög á árinu 2008 samhliða því sem reglur um rannsókn samruna voru styrktar og færðar til nánara samræmis við reglur sem gilda í EES/ESB-samkeppnisrétti. Ákvæðið sækir fyrirmynd sína til samrunareglugerðar Evrópusambandsins og gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að taka efnislega afstöðu til samruna sem hafa verið ógiltir vegna galla á málsmeðferð. Í greinargerð með lögunum kemur fram að ákvæðinu er ætlað að tryggja að samrunar sem hafa möguleg skaðleg áhrif á samkeppni fái efnislega umfjöllun. Samkvæmt ákvæðinu er Samkeppniseftirlitinu heimilt, en ekki skylt, að taka mál sem eru ógilt á þessum grundvelli til rannsóknar að nýju. Kjósi eftirlitið að gera það hefur stofnunin 30 virkra daga frest til þess að taka ákvörðun að nýju um hvort rétt sé að hafna eða setja viðkomandi samruna skilyrði. Nauðsynlegt er að á þessu tímabili sé bætt úr þeim annmörkum sem kunna að hafa verið á fyrri málsmeðferð. Í framkvæmd hefur Samkeppniseftirlitið ekki beitt heimildinni og ljóst er að henni myndi aðeins verða beitt í þeim tilvikum þar sem framangreindir hagsmunir sem samkeppnislögum er ætlað að vernda eru í hættu.Málsaðilar láta reyna á meðferð máls Í greininni láta lögmennirnir að því liggja að ákvæðið komi í veg fyrir að fyrirtæki telji það þjóna hagsmunum sínum að láta reyna á möguleg brot á málsmeðferðarreglum. Þvert gegn því sem lögmennirnir halda fram hafa samrunaaðilar iðulega haldið því til haga í málatilbúnaði sínum, m.a. fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála, að Samkeppniseftirlitið hafi ekki virt málsmeðferðarreglur. Í flestum þessara mála hefur nefndin ekki fallist á athugasemdir við málsmeðferðina, samanber meðal annars úrskurði áfrýjunarnefndar frá 8. mars 2019 í máli Lyfja og heilsu hf., 13. desember 2018 í máli Atlantsolíu ehf. og 16. janúar 2018 í máli Símans hf. en í öllum tilvikum var meðferð eftirlitsins tekin til ítarlegrar umfjöllunar og komist að þeirri niðurstöðu að henni væri ekki ábótavant. Staðreyndin er sú að Samkeppniseftirlitið fylgir málsmeðferðarreglum og verklagi sem tryggir réttindi málsaðila miklum mun betur en stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Þannig gefur Samkeppniseftirlitið út svokallað andmælaskjal í samrunamálum þar sem líkur eru á íhlutun. Í andmælaskjalinu er gerð ítarleg grein fyrir gagnaöflun og annarri meðferð málsins, ásamt því sem eftirlitið gerir grein fyrir frummati sínu í málinu. Þannig hafa málsaðilar tækifæri til að gera ítarlegar athugasemdir við bæði málsmeðferð og efnismat. Þessi samskipti eftirlitsins og málsaðila eru til þess fallin að gera meðferð málsins og þar með niðurstöðuna vandaðri. Þetta er meginástæðan fyrir því að ekki hefur reynst nauðsynlegt að beita fyrrgreindu varúðarákvæði 2. mgr. 17. gr. e. samkeppnislaga. Ákvæðið er engu að síður mikilvægt til þess að tryggja þá almannahagsmuni að neytendur og viðskiptavinir þurfi ekki um ókomin ár að gjalda fyrir það að samkeppnishindrandi samruni náði fram að ganga vegna mögulegrar niðurstöðu áfrýjunarnefndar eða dómstóla um annmarka á meðferð viðkomandi máls. Engin haldbær rök styðja hins vegar við þá ályktun að varúðarreglan fæli málsaðila frá því að halda fram rétti sínum. Að síðustu skal áréttað að Samkeppniseftirlitið vill að sjálfsögðu kappkosta með öllum ráðum eins skilvirka og vandaða rannsókn samrunamála og kostur er. Eftirlitið stefnir að því að nýta þá reynslu sem byggst hefur upp á síðustu misserum til þess að bæta enn frekar núgildandi verklag við meðferð samrunamála. Í því sambandi hyggst eftirlitið í haust efna til fundar í fundaröð sinni Samtal um samkeppni þar sem þetta efni verður rætt við ráðgjafa fyrirtækja.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun