Brexit-sinnar sneru baki í „Óðinn til gleðinnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 13:52 Nigel Farage og félagar mótmæltu evrópskri samvinnu í Evrópuþinginu við upphaf þingfundar í dag. Vísir/EPA Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu. Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu.
Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15