Verndarengillinn Sterling á forsíðu GQ: Mamman talaði ekki við hann í hálft ár eftir að hann byrjaði að drekka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2019 23:15 Sterling fer um víðan völl í viðtalinu við GQ. vísir/getty Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“ England Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“
England Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira