Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2019 11:45 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir málið nú komið til ákæranda hjá embættinu sem mun taka ákvörðun um saksókn. Hún gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið, til að mynda ekki svarað því hversu margir lögreglumenn hefðu verið til rannsóknar vegna andláts konunnar.Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara. Embættið rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir málið nú komið til ákæranda hjá embættinu sem mun taka ákvörðun um saksókn. Hún gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið, til að mynda ekki svarað því hversu margir lögreglumenn hefðu verið til rannsóknar vegna andláts konunnar.Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara. Embættið rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot.
Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira