Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2019 10:05 Gunnleifur fyrir leik í gær. vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00