Hope Solo segir þetta vera besta tækifæri ensku stelpnanna til að vinna bandaríska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 15:15 Hope Solo fylgist með HM í Frakklandi. Getty/Alex Grimm Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira