Hope Solo segir þetta vera besta tækifæri ensku stelpnanna til að vinna bandaríska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 15:15 Hope Solo fylgist með HM í Frakklandi. Getty/Alex Grimm Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira