Tufa: Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2019 21:42 Túfa var ánægður með karakter sinna mann í dag. vísir/daníel þór „Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn