Ágúst: Hlynur átti að verja þetta Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. júlí 2019 21:37 Ágúst var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn KR og sagði þá ekki hafa átt neitt skilið út úr leiknum. vísir/bára Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00