Sport

Fimmtán ára nýliði vann Williams á Wimbledon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gauff trúði vart sínum eigin augum eftir að hafa sigrað Venus Williams.
Gauff trúði vart sínum eigin augum eftir að hafa sigrað Venus Williams. vísir/getty
Venus Williams er úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis eftir tap fyrir Cori Gauff í í gær.

Hin bandaríska Gauff er fædd 13. mars 2004 og er því aðeins 15 ára gömul. Hún er yngsti keppandinn sem kemst á Wimbledon síðan atvinnumenn máttu byrja að keppa á risamótum 1968.

Reynsluleysið háði Gauff ekki í hennar fyrstu viðureign á risamóti í gær og sigurinn var öruggur.

Gauff sýndi mikla yfirvegun og gerði færri mistök en hin 39 ára Williams. Hún vann í tveimur settum, 6-4 og 6-4.

Áður en Gauff kom í heiminn var Williams búin að vinna Wimbledon tvisvar (2000 og 2001). Hún hefur alls fimm sinnum unnið sigur á Wimbledon auk tveggja sigra á Opna bandaríska. Williams hefur hins vegar ekki unnið risamót síðan 2008.

Í næstu umferð mætir Gauff Magdalénu Rybáriková frá Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×