Skima fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi til ársloka 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 15:21 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Fréttablaðið/Ernir Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga. Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga.
Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira