Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2019 15:00 Taylor Swift er verulega ósátt við kaup Scooter Braun á fyrrverandi útgáfufyrirtæki hennar. Vísir/Getty Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var ungstirnið Taylor Swift einn fyrsti listamaðurinn sem gerði samning við Big Machine Label Group en hún er verulega ósátt við kaupin. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember 2018 og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu. Braun er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistarútgáfu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber. Þá er hann til að mynda umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher. Í bloggfærslu sem Taylor birtir á heimasíðu sinni segist hún hafa heyrt af kaupunum í fjölmiðlum og sagði hún það vera verstu aðstæður sem hún gæti hugsað sér. Það eina sem hefði farið í gegnum huga hennar þegar hún frétti af kaupunum var einelti sem hún upplifði af hálfu Braun og listamanna hans á árum áður.Frægustu deilur poppsenunnar? Málið má rekja aftur til ársins 2009 þegar Swift var nýbúin að skjótast upp á stjörnuhimininn. Hún, aðeins 19 ára gömul á þeim tíma, hafði verið tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið frá kvenkyns listamanni á MTV tónlistarverðlaununum fyrir lagið You Belong with Me. Það var ekki fyrr en hún vann verðlaunin að boltinn í deilum þeirra fór að rúlla. Í miðri þakkarræðu var hún trufluð af rapparanum Kanye West. Hann greip hljóðnemann af henni og úr varð eitt frægasta atvik síðari ára þegar hann sagði þessi fleygu orð:„Hey Taylor, ég samgleðst þér mjög og ég mun leyfa þér að klára, en Beyoncé átti eitt besta tónlistarmyndband allra tíma. Eitt besta tónlistarmyndband allra tíma!“ sagði rapparinn og vísaði þar í tónlistarmyndbandið við lagið Single Ladies áður en hann yppti öxlum og rétti henni hljóðnemann aftur. Atvikið vakti mikla athygli en ekki síður mikla reiði og sagði þáverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, Kanye vera fífl fyrir uppátækið. Swift talaði seinna um atvikið í þættinum The View þar sem hún sagði hann ekki hafa beðið sig afsökunar.Frá deilum í vinskap yfir í aðrar deilur Nokkrum árum seinna virtist sem þau tvö væru búin að grafa stríðsexina og var jafnvel talað um að þau færu að vinna tónlist saman. Þetta staðfesti Kanye seinna meir í viðtali þar sem hann sagði þau vera staðráðin í því.Vísir/GettyÍ febrúar 2016 taka hlutirnir óvænta stefnu þegar Kanye gefur út lagið Famous á plötunni The Life of Pablo. Þar vísar hann í Taylor Swift og segir það vera honum að þakka að hún sé fræg og í tónlistarmyndbandi við lagið má sjá vaxfígúrur af nöktum stjórstjörnum, þar á meðal henni.„I feel like me and Taylor might still have sex. Why? I made that bitch famous,“ syngur Kanye í laginu sem fór öfugt ofan í marga, þar á meðal söngkonuna sjálfa og aðstandendur hennar. Kanye sagði söngkonuna hafa samþykkt lagatextann. Hann hafi hringt í hana og þau átt langt samtal þar sem hún sagði að henni þætti þetta fyndið og gaf honum leyfi. Talsmenn Swift höfnuðu þessu fljótlega eftir ummæli rapparans og sögðu hann ekki hafa látið hana vita að hann ætlaði sér að taka heiðurinn að frægð hennar. Það var svo í júlí sama ár sem deilurnar ná nýjum hápunkti. Raunveruleikastjarnan og eiginkona rapparans, Kim Kardashian, birtir Twitter-færslu þar sem hún spyr hvort það sé „Alþjóðlegi snákadagurinn“ í dag. Stuttu síðar birtir Kardashian myndband á Snapchat-reikningi sínum af símtali þeirra þar sem Swift segir línuna vera „hrós“ og lofar honum að segjast hafa samþykkt textann. Söngkonan svaraði fyrir sig stuttu síðar þar sem hún sagði óánægju sína snúa að því að hafa verið kölluð „tík“ í laginu, hann hafi aldrei beðið um leyfi fyrir því. Hún væri verulega ósátt við að orðspor hennar væri í svaðinu vegna málsins og líkti því við mannorðsmorð.SkjáskotBieber blandast í málið Poppstjarnan Justin Bieber var á þessum tímapunkti ekki hluti af deilum rapparans og Swift. Hann hafði átt gott samband við hana, hitað upp fyrir hana snemma á ferlinum sínum og voru þau bæði um tíma stærstu barnastjörnur heimsins. Það var ekki fyrr en Bieber birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér í myndbandssímtali við Braun og Kanye að hann varð hluti af málinu. Við myndina skrifaði hann einfaldlega: „Taylor Swift, hvað er að frétta?“Swift birti skjáskot af myndinni á Instagram í gær.SkjáskotSkjáskot af færslunni birti Swift á Instagram í nótt og sagði þetta vera dæmi um einelti Braun í sinn garð. Þarna hafi hann verið að leggja sig í einelti á samfélagsmiðlum á „lægsta punkti lífs síns“. Það var í þessari færslu sem Swift tjáði sig fyrst um kaup hans á útgáfufyrirtækinu og hlekkjaði bloggfærslu sína með myndinni. Bieber baðst í gær afsökunar á færslunni í langri Instagram-færslu á síðu sinni. Hann sagði Braun ekki hafa átt neinn hlut í máli og það hafi í raun og veru verið hann sem sagði honum að gera ekki slíkt grín. Braun vilji Taylor einungis vel og sé með henni í liði. View this post on InstagramHey Taylor. First of all i would like to apologize for posting that hurtful instagram post, at the time i thought it was funny but looking back it was distasteful and insensitive.. I have to be honest though it was my caption and post that I screenshoted of scooter and Kanye that said “taylor swift what up” he didnt have anything to do with it and it wasnt even a part of the conversation in all actuality he was the person who told me not to joke like that.. Scooter has had your back since the days you graciously let me open up for you.! As the years have passed we haven’t crossed paths and gotten to communicate our differences, hurts or frustrations. So for you to take it to social media and get people to hate on scooter isn’t fair. What were you trying to accomplish by posting that blog? seems to me like it was to get sympathy u also knew that in posting that your fans would go and bully scooter. Anyway, One thing i know is both scooter and i love you. I feel like the only way to resolve conflict is through communication. So banter back and fourth online i dont believe solves anything. I’m sure Scooter and i would love to talk to you and resolve any conflict, pain or or any feelings that need to be addressed. Neither scooter or i have anything negative to say about you we truly want the best for you. I usually don’t rebuttal things like this but when you try and deface someone i loves character thats crossing a line.. A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Jun 30, 2019 at 2:54pm PDT „Það eina sem ég veit er að bæði ég og Scooter elskum þig. Mér finnst eins og eina leiðin til þess að leysa þessar deilur sé með samskiptum. Skoðanaskipti fram og til baka á netinu leysa ekkert held ég,“ skrifar söngvarinn og segir þá báða vera meira en tilbúna til þess að hitta söngkonuna og ræða málin. Líkt og áður sagði er söngkonan nú á samning hjá nýrri plötuútgáfu og er hún þakklát fyrir að hafa samið við fyrirtæki sem trúir því að hún eigi að eiga það sem hún skapar. Hún sé þakklát fyrir að fortíðin sé einungis í höndum gamla fyrirtækisins en ekki framtíð hennar. „Vonandi munu ungir listamenn eða krakkar með tónlistardrauma lesa þetta og læra hvernig þau eigi að vernda sig betur í samningaviðræðum. Þið eigið skilið að eiga listina sem þið skapið.“Farið var stuttlega yfir málið í Morgunþættinum Múslí í morgun og má hlusta á það í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Hollywood Höfundaréttur Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var ungstirnið Taylor Swift einn fyrsti listamaðurinn sem gerði samning við Big Machine Label Group en hún er verulega ósátt við kaupin. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember 2018 og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu. Braun er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistarútgáfu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber. Þá er hann til að mynda umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher. Í bloggfærslu sem Taylor birtir á heimasíðu sinni segist hún hafa heyrt af kaupunum í fjölmiðlum og sagði hún það vera verstu aðstæður sem hún gæti hugsað sér. Það eina sem hefði farið í gegnum huga hennar þegar hún frétti af kaupunum var einelti sem hún upplifði af hálfu Braun og listamanna hans á árum áður.Frægustu deilur poppsenunnar? Málið má rekja aftur til ársins 2009 þegar Swift var nýbúin að skjótast upp á stjörnuhimininn. Hún, aðeins 19 ára gömul á þeim tíma, hafði verið tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið frá kvenkyns listamanni á MTV tónlistarverðlaununum fyrir lagið You Belong with Me. Það var ekki fyrr en hún vann verðlaunin að boltinn í deilum þeirra fór að rúlla. Í miðri þakkarræðu var hún trufluð af rapparanum Kanye West. Hann greip hljóðnemann af henni og úr varð eitt frægasta atvik síðari ára þegar hann sagði þessi fleygu orð:„Hey Taylor, ég samgleðst þér mjög og ég mun leyfa þér að klára, en Beyoncé átti eitt besta tónlistarmyndband allra tíma. Eitt besta tónlistarmyndband allra tíma!“ sagði rapparinn og vísaði þar í tónlistarmyndbandið við lagið Single Ladies áður en hann yppti öxlum og rétti henni hljóðnemann aftur. Atvikið vakti mikla athygli en ekki síður mikla reiði og sagði þáverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, Kanye vera fífl fyrir uppátækið. Swift talaði seinna um atvikið í þættinum The View þar sem hún sagði hann ekki hafa beðið sig afsökunar.Frá deilum í vinskap yfir í aðrar deilur Nokkrum árum seinna virtist sem þau tvö væru búin að grafa stríðsexina og var jafnvel talað um að þau færu að vinna tónlist saman. Þetta staðfesti Kanye seinna meir í viðtali þar sem hann sagði þau vera staðráðin í því.Vísir/GettyÍ febrúar 2016 taka hlutirnir óvænta stefnu þegar Kanye gefur út lagið Famous á plötunni The Life of Pablo. Þar vísar hann í Taylor Swift og segir það vera honum að þakka að hún sé fræg og í tónlistarmyndbandi við lagið má sjá vaxfígúrur af nöktum stjórstjörnum, þar á meðal henni.„I feel like me and Taylor might still have sex. Why? I made that bitch famous,“ syngur Kanye í laginu sem fór öfugt ofan í marga, þar á meðal söngkonuna sjálfa og aðstandendur hennar. Kanye sagði söngkonuna hafa samþykkt lagatextann. Hann hafi hringt í hana og þau átt langt samtal þar sem hún sagði að henni þætti þetta fyndið og gaf honum leyfi. Talsmenn Swift höfnuðu þessu fljótlega eftir ummæli rapparans og sögðu hann ekki hafa látið hana vita að hann ætlaði sér að taka heiðurinn að frægð hennar. Það var svo í júlí sama ár sem deilurnar ná nýjum hápunkti. Raunveruleikastjarnan og eiginkona rapparans, Kim Kardashian, birtir Twitter-færslu þar sem hún spyr hvort það sé „Alþjóðlegi snákadagurinn“ í dag. Stuttu síðar birtir Kardashian myndband á Snapchat-reikningi sínum af símtali þeirra þar sem Swift segir línuna vera „hrós“ og lofar honum að segjast hafa samþykkt textann. Söngkonan svaraði fyrir sig stuttu síðar þar sem hún sagði óánægju sína snúa að því að hafa verið kölluð „tík“ í laginu, hann hafi aldrei beðið um leyfi fyrir því. Hún væri verulega ósátt við að orðspor hennar væri í svaðinu vegna málsins og líkti því við mannorðsmorð.SkjáskotBieber blandast í málið Poppstjarnan Justin Bieber var á þessum tímapunkti ekki hluti af deilum rapparans og Swift. Hann hafði átt gott samband við hana, hitað upp fyrir hana snemma á ferlinum sínum og voru þau bæði um tíma stærstu barnastjörnur heimsins. Það var ekki fyrr en Bieber birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér í myndbandssímtali við Braun og Kanye að hann varð hluti af málinu. Við myndina skrifaði hann einfaldlega: „Taylor Swift, hvað er að frétta?“Swift birti skjáskot af myndinni á Instagram í gær.SkjáskotSkjáskot af færslunni birti Swift á Instagram í nótt og sagði þetta vera dæmi um einelti Braun í sinn garð. Þarna hafi hann verið að leggja sig í einelti á samfélagsmiðlum á „lægsta punkti lífs síns“. Það var í þessari færslu sem Swift tjáði sig fyrst um kaup hans á útgáfufyrirtækinu og hlekkjaði bloggfærslu sína með myndinni. Bieber baðst í gær afsökunar á færslunni í langri Instagram-færslu á síðu sinni. Hann sagði Braun ekki hafa átt neinn hlut í máli og það hafi í raun og veru verið hann sem sagði honum að gera ekki slíkt grín. Braun vilji Taylor einungis vel og sé með henni í liði. View this post on InstagramHey Taylor. First of all i would like to apologize for posting that hurtful instagram post, at the time i thought it was funny but looking back it was distasteful and insensitive.. I have to be honest though it was my caption and post that I screenshoted of scooter and Kanye that said “taylor swift what up” he didnt have anything to do with it and it wasnt even a part of the conversation in all actuality he was the person who told me not to joke like that.. Scooter has had your back since the days you graciously let me open up for you.! As the years have passed we haven’t crossed paths and gotten to communicate our differences, hurts or frustrations. So for you to take it to social media and get people to hate on scooter isn’t fair. What were you trying to accomplish by posting that blog? seems to me like it was to get sympathy u also knew that in posting that your fans would go and bully scooter. Anyway, One thing i know is both scooter and i love you. I feel like the only way to resolve conflict is through communication. So banter back and fourth online i dont believe solves anything. I’m sure Scooter and i would love to talk to you and resolve any conflict, pain or or any feelings that need to be addressed. Neither scooter or i have anything negative to say about you we truly want the best for you. I usually don’t rebuttal things like this but when you try and deface someone i loves character thats crossing a line.. A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Jun 30, 2019 at 2:54pm PDT „Það eina sem ég veit er að bæði ég og Scooter elskum þig. Mér finnst eins og eina leiðin til þess að leysa þessar deilur sé með samskiptum. Skoðanaskipti fram og til baka á netinu leysa ekkert held ég,“ skrifar söngvarinn og segir þá báða vera meira en tilbúna til þess að hitta söngkonuna og ræða málin. Líkt og áður sagði er söngkonan nú á samning hjá nýrri plötuútgáfu og er hún þakklát fyrir að hafa samið við fyrirtæki sem trúir því að hún eigi að eiga það sem hún skapar. Hún sé þakklát fyrir að fortíðin sé einungis í höndum gamla fyrirtækisins en ekki framtíð hennar. „Vonandi munu ungir listamenn eða krakkar með tónlistardrauma lesa þetta og læra hvernig þau eigi að vernda sig betur í samningaviðræðum. Þið eigið skilið að eiga listina sem þið skapið.“Farið var stuttlega yfir málið í Morgunþættinum Múslí í morgun og má hlusta á það í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Hollywood Höfundaréttur Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira