Sendi nektarmyndir á vinkonu fyrrverandi kærustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 13:56 Hinn dæmdi bar að hann hefði hitt vinkonur kærustunnar á skemmtistað á Akureyri þar sem önnur hefði hrækt á hann. Í annað skiptið hefði verið sparkað í hann. Vinkonan þvertók fyrir slíka hegðun. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér. Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér.
Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira