Íslenski boltinn

Pedersen á leið aftur til Vals

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pedersen í leik með Valsmönnum.
Pedersen í leik með Valsmönnum. vísir/daníel þór
Markahrókurinn Patrick Pedersen á erfitt með að halda sig fjarri Hlíðarenda en hann er nú að koma til baka í annað sinn til félagsins.

Félag Pedersen, FC Sheriff, hefur staðfest að Pedersen sé á förum frá félaginu eftir sex mánaða dvöl. Hann kom þangað frá Valsmönnum eftir að hafa verið markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra. Hann var líka markahæstur í efstu deild árið 2015. Eins og sjá má hér að neðan þá segja Valsmenn að allt sé klappað og klárt.





Pedersen fór líka frá Valsmönnum eftir tímabilið 2015 og þá til Viking Stavanger. Það reyndist enginn frægðarför og hann kom um mitt tímabil 2017 aftur til Valsmanna.

Pedersen er fjórði markahæsti leikmaður Vals í efstu deild frá upphafi með 47 mörk í 72 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×