Brottvísun afgangskra feðga frestað Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. júlí 2019 06:33 Asadullah Sarwary ásamt sonum sínum. fréttablaðið/sigtryggur ari Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31. Hælisleitendur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31.
Hælisleitendur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira