Íslenski boltinn

FH fær mark frá Lennon á hverjum 50 mínútum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lennon fagnar marki sínu gegn Val.
Lennon fagnar marki sínu gegn Val. vísir/bára
Steven Lennon hefur komið vel inn í FH-liðið í bæði Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikarnum eftir meiðslin sem hann barðist við í upphafi móts.

Skotinn var á meiðslalistanum í fyrstu leikjum FH og Hafnfirðingum gekk ekki sem skildi. Það var ljóst að liðið saknaði Skotans sem hefur verið magnaður síðan.

Lennon hefur spilað sex leiki FH í Pepsi Max-deild karla í sumar og skorað þrjú mörk. Hann skoraði mikilvægt mark gegn Val, jöfnunarmarkið gegn Stjörnunni og sárabótarmark gegn KR.

Í Mjólkurbikarnum hefur hann svo skorað fjögur mörk. Eitt mark í 16-liða úrslitunum gegn ÍA og svo þrjú mörk í 7-1 burstinu gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum á fimmtudagskvöldið.

Leifur Grímsson, sparkspekingur og tölfræðiséní, grennslaðist fyrir um þetta og í tölfræði Leifs kemur fram að Lennon skorar mark á hverjum 50 mínútum sem hann spilar.







Hann hefur leikið 349 mínútur í bæði deild og bikar í sumar og þessar 349 mínútur hafa skilað sjö mörk. Magnaður Skotinn.

Það er svo spurning hvort að hann verði á skotskónum í kvöld er FH sækir Grindavík heim í Pepsi Max-deild karla.

Leikur Grindavíkur og FH sem og aðrir leikir umferðarinnar verða gerðir upp í Pepsi Max-mörkunum sem hefjast klukkan 21.15, strax á eftir stórleik KR og Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×