Íslenski boltinn

Tveir Pepsi Max leikir í Kópavogi á sama tíma á mánudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson á ferðinni á Kópavogsvelli.
Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson á ferðinni á Kópavogsvelli. vísir/bára
Blikar hafa fært heimaleik sinn á móti Grindavík aftur um einn dag eftir að liðið féll út út Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Leikur Breiðabliks og Grindavíkur í 13. umferð Pepsi Max deild karla mun nú fara fram mánudaginn 22. júlí kl. 19:15 á Kópavogsvelli.

Leikurinn átti að vera klukkan 17.00 á sunnudaginn. Þessi aukadagur hefði nýst Blikum vel væru þeir á leiðinni út í Evrópuleik en tapið á móti Vaduz frá Liechtenstein í gær þýðir að Blikar spila ekki fleiri Evrópuleiki á þessu ári.

Þesso breyting þýðir jafnframt að þrettánda umferðin endar á tveimur leikjum í Kópavogi sem fara fram á sama tíma.

Fyrir þessa breytingu var eini leikur mánudagskvöldsins leikur HK og FH í Kórnum en hann hefst einnig klukkan 19.15.

Pepsi Max deild karla

Breiðablik - Grindavík í 13. umferð

Var: Sunnudaginn 21. júlí kl. 16.00 á Kópavogsvelli

Verður: Mánudaginn 22. júlí kl. 19.15 á Kópavogsvelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×