Harry Kane hefur ekki enn getað horft á leikinn við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 17:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum um leið og hann tekur við silfurverðlaunum. Getty/ Harriet Lander Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira