Erlent

Þrettán ára drengur sakfelldur fyrir að hafa reynt að skjóta kennara sinn

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglumaður í Eldridge lýsir upplifun sinni af deginum.
Lögreglumaður í Eldridge lýsir upplifun sinni af deginum. AP/Kevin E. Schmidt
Þrettán ára nemi í bænum Eldridge í austanverðu Iowa-ríki Bandaríkjanna var sakfelldur í þremur ákæruliðum eftir að hafa beint skotvopni að kennara sínum og gert tilraun til að hleypa af. AP greinir frá því að kviðdómur hafi ákveðið að hann yrði ekki sakfelldur fyrir tilraun til manndráps.

Drengurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft vopn meðferðis til skóla, líkamsárás með notkun hættulegs vopns og líkamsárás með ásetningi um að valda miklum skaða.

Ákæruvaldið segir að drengurinn hafi beint hlaðinni skammbyssu að kennara sínum í North Scott Junior skólanum í Eldridge í ágúst síðastliðinn. Hann er þá sagður hafa gripið í gikkinn en öryggið var á skotvopninu og því varð kennaranum ekki meint af.

Drengurinn var tólf ára þegar atvikið átti sér stað, réttað var yfir honum með tilliti til aldurs hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×