Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 18:30 Unnið að viðgerð þyrlunnar hjá Landhelgisgæslunni í dag. Vísir/Arnar Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni. Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.
Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira