Íslenski boltinn

Enskur miðvörður til ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jackson tekur í spaðann á Ian Jeffs, þjálfara ÍBV.
Jackson tekur í spaðann á Ian Jeffs, þjálfara ÍBV. mynd/íbv
ÍBV hefur samið við enska miðvörðinn Oran Jackson. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Hann kemur til ÍBV frá MK Dons á Englandi en samningur hans við enska C-deildarliðið rann út í sumar. Hann lék tíu leiki fyrir MK Dons í öllum keppnum.

Jackson, sem er tvítugur að aldri, lék þrjá leiki með utandeildarliðinu Brackley Town á síðasta tímabili.

Jackson er fjórði leikmaðurinn sem ÍBV fær í júlíglugganum. Áður voru Gary Martin, Benjamin Prah og Sindri Björnsson komnir til liðsins.

ÍBV er í tólfta og neðsta sæti Pepsi Max-deildar karla með fimm stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn hafa fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni, eða 29 talsins.

Næsti leikur ÍBV er gegn Fylki í Árbænum á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×