Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 12:37 Nýr Herjólfur kom til Eyja fyrir um mánuði og átti að hefja siglingar um tveimur vikum síðar. Það frestaðist svo og átti að hefja siglingar í dag en enn verða tafir á að nýja ferjan fari að sigla samkvæmt áætlun. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“ Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21
Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45