Reif upp parket í leit að rót veikindanna Ari Brynjólfsson skrifar 18. júlí 2019 06:00 Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi síðasta vetur, þar á meðal höfuðverk, verki og mikið orkuleysi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira