Breyta þarf lögum ef dómar MDE eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2019 18:00 Frá dómsuppkvaðningu í Hæstarétti. Hæstiréttur hafnaði endurupptöku sakamáls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í maí síðastliðnum en í því máli lá fyrir áfellisdómur hjá MDE í Strassborg. Þá hafði endurupptökunefnd einnig fallist á beiðni til endurupptöku. Hæstiréttur vísaði til þess að það vantaði skýra lagaheimild. Vísir/Eyþór Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. Tveir dómar voru kveðnir upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu í gær þar sem því var slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með dómum Hæstaréttar í tveimur sakamálum. Styrmir Þór Bragason, sem vann annað þessara mála í Strassborg í gær, hefur þegar upplýst að hann ætli að freista þess að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli sínu en hann var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter-málinu svokallaða. Þeir áfellisdómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Endurupptökunefnd getur leyft að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef einhverju af þeim skilyrðum sem koma fram í 228. gr. laga um meðferð sakamála er fullnægt. Þetta er til dæmis heimilt ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu „verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk“. Einnig ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin“ og ef „verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Sían er tvöföld í þeim skilningi að bæði endurupptökunefnd og síðasta dómstig, Hæstiréttur eða Landsréttur, þurfa að fallast á endurupptökuna.Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands.Kristinn IngvarssonSkýra lagaheimild skortir Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, segir vafa undirorpið að áfellisdómur hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna brots á málsmeðferð leiði til endurupptöku sakamáls enda skorti skýra lagaheimild fyrir slíku. „Lögin veita ekki sjálfkrafa heimild til endurupptöku dæmdra mála í því tilfelli þegar Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að íslensk málsmeðferð hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Það er ekki sjálfkrafa endurupptaka ef slíkur áfellisdómur gengur,“ segir Friðrik Árni. Í nýlegum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 12/2018 sem kveðinn var upp 21. maí síðastliðinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafnaði Hæstiréttur endurupptöku eftir að endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni þeirra en þeir höfðu unnið mál gegn íslenska ríkinu í Strassborg. Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Í íslenskum lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu.“ Friðrik Árni segir að í ljósi þess dóms þurfi að ráðast í lagabreytingu ef ætlunin sé að áfellisdómur vegna brots á málsmeðferð leiði alltaf til endurupptöku. „Í dómnum segir Hæstiréttur einnig, eða lætur að því liggja, að ef það ætti að koma á því kerfi að áfellisdómar Mannréttindadómstólsins veittu sjálfkrafa heimild til endurupptöku íslenskra dómsmála þá þyrfti Alþingi að kveða á um slíkt í formi lagabreytingar,“ segir Friðrik Árni. Þess skal getið að í norsku sakamálögunum (Straffeprosessloven) er sérstakt ákvæði sem heimilar endurupptöku ef alþjóðlegur dómstóll hefur í máli gegn Noregi komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum norska ríkisins en þar undir fellur Mannréttindasáttmáli Evrópu. Dómsmál Dómstólar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. Tveir dómar voru kveðnir upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu í gær þar sem því var slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með dómum Hæstaréttar í tveimur sakamálum. Styrmir Þór Bragason, sem vann annað þessara mála í Strassborg í gær, hefur þegar upplýst að hann ætli að freista þess að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli sínu en hann var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter-málinu svokallaða. Þeir áfellisdómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Endurupptökunefnd getur leyft að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef einhverju af þeim skilyrðum sem koma fram í 228. gr. laga um meðferð sakamála er fullnægt. Þetta er til dæmis heimilt ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu „verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk“. Einnig ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin“ og ef „verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Sían er tvöföld í þeim skilningi að bæði endurupptökunefnd og síðasta dómstig, Hæstiréttur eða Landsréttur, þurfa að fallast á endurupptökuna.Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands.Kristinn IngvarssonSkýra lagaheimild skortir Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, segir vafa undirorpið að áfellisdómur hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna brots á málsmeðferð leiði til endurupptöku sakamáls enda skorti skýra lagaheimild fyrir slíku. „Lögin veita ekki sjálfkrafa heimild til endurupptöku dæmdra mála í því tilfelli þegar Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að íslensk málsmeðferð hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Það er ekki sjálfkrafa endurupptaka ef slíkur áfellisdómur gengur,“ segir Friðrik Árni. Í nýlegum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 12/2018 sem kveðinn var upp 21. maí síðastliðinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafnaði Hæstiréttur endurupptöku eftir að endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni þeirra en þeir höfðu unnið mál gegn íslenska ríkinu í Strassborg. Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Í íslenskum lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu.“ Friðrik Árni segir að í ljósi þess dóms þurfi að ráðast í lagabreytingu ef ætlunin sé að áfellisdómur vegna brots á málsmeðferð leiði alltaf til endurupptöku. „Í dómnum segir Hæstiréttur einnig, eða lætur að því liggja, að ef það ætti að koma á því kerfi að áfellisdómar Mannréttindadómstólsins veittu sjálfkrafa heimild til endurupptöku íslenskra dómsmála þá þyrfti Alþingi að kveða á um slíkt í formi lagabreytingar,“ segir Friðrik Árni. Þess skal getið að í norsku sakamálögunum (Straffeprosessloven) er sérstakt ákvæði sem heimilar endurupptöku ef alþjóðlegur dómstóll hefur í máli gegn Noregi komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum norska ríkisins en þar undir fellur Mannréttindasáttmáli Evrópu.
Dómsmál Dómstólar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira