Helgi kaupir í Stoðum fyrir um tvö hundruð milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 17. júlí 2019 07:45 Helgi var á meðal þeirra sem keyptu hlut Arion í Stoðum. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfestingarfélaginu Stoðum fyrir jafnvirði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar. Þannig nemur eignarhlutur Hofgarða, félags í eigu Helga, um 0,94 prósentum eftir kaupin miðað við útstandandi hlutafé Stoða, samkvæmt nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins og Markaðurinn hefur undir höndum. Helgi var í hópi nítján fjárfesta og sjóða sem keyptu um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu föstudaginn 28. júní síðastliðinn en tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum var seldur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Þá fjárfestu tvö félög í eigu Ingimundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu – Eldhrímnir ehf. og Fininvest ehf. – í Stoðum fyrir samanlagt um fjögur hundrað milljónir. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundsarog Sigríðar Arnbjarnardóttur ásamt börnum þeirra, á núna tæplega eins prósents hlut í Stoðum. Eldhrímnir var á meðal stærstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekkt sem Siggi´s Skyr, sem var selt til franska mjúlkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018, jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Þá keypti félagið Fininvest ehf., sem var stofnað í síðasta mánuði, sömuleiðis nærri eins prósenta hlut í Stoðum en bræðurnir Sveinn og Arnbjörn Ingimundarsynir sitja í stjórn félagsins. Á meðal annarra fjárfesta, eins og upplýst var um í Markaðinum í síðustu viku, var Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en hann keypti í Stoðum fyrir um 300 milljónir og fer með um 1,3 prósenta hlut í gegnum félagið Vindhamar. Þá keypti Óttar Pálsson, stjórnarmaður í Kaupþingi og meðeigandi hjá LOGOS, fyrir um 100 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kaldakur og er hann á meðal tuttugu stærstu hluthafa Stoða með 0,47 prósenta hlut. Aðrir sem hafa bæst á lista yfir stærstu hluthafa Stoða, og eiga hver um sig hlut í félaginu að jafnvirði um 50 milljónir króna, er meðal annars Helga Árnadóttir athafnakona, Ingimundur Ingimundarson, stór hluthafi í HB Granda, Jóhannes Bjarni Björnsson, meðeigandi hjá Landslögum, og Sigurður Gísli Pálmson, annar eigenda IKEA á Íslandi. Helgi Magnússon, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, keypti í byrjun síðasta mánaðar helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með um 65 prósenta hlut. Það er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfestingarfélaginu Stoðum fyrir jafnvirði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar. Þannig nemur eignarhlutur Hofgarða, félags í eigu Helga, um 0,94 prósentum eftir kaupin miðað við útstandandi hlutafé Stoða, samkvæmt nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins og Markaðurinn hefur undir höndum. Helgi var í hópi nítján fjárfesta og sjóða sem keyptu um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu föstudaginn 28. júní síðastliðinn en tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum var seldur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Þá fjárfestu tvö félög í eigu Ingimundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu – Eldhrímnir ehf. og Fininvest ehf. – í Stoðum fyrir samanlagt um fjögur hundrað milljónir. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundsarog Sigríðar Arnbjarnardóttur ásamt börnum þeirra, á núna tæplega eins prósents hlut í Stoðum. Eldhrímnir var á meðal stærstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekkt sem Siggi´s Skyr, sem var selt til franska mjúlkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018, jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Þá keypti félagið Fininvest ehf., sem var stofnað í síðasta mánuði, sömuleiðis nærri eins prósenta hlut í Stoðum en bræðurnir Sveinn og Arnbjörn Ingimundarsynir sitja í stjórn félagsins. Á meðal annarra fjárfesta, eins og upplýst var um í Markaðinum í síðustu viku, var Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en hann keypti í Stoðum fyrir um 300 milljónir og fer með um 1,3 prósenta hlut í gegnum félagið Vindhamar. Þá keypti Óttar Pálsson, stjórnarmaður í Kaupþingi og meðeigandi hjá LOGOS, fyrir um 100 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kaldakur og er hann á meðal tuttugu stærstu hluthafa Stoða með 0,47 prósenta hlut. Aðrir sem hafa bæst á lista yfir stærstu hluthafa Stoða, og eiga hver um sig hlut í félaginu að jafnvirði um 50 milljónir króna, er meðal annars Helga Árnadóttir athafnakona, Ingimundur Ingimundarson, stór hluthafi í HB Granda, Jóhannes Bjarni Björnsson, meðeigandi hjá Landslögum, og Sigurður Gísli Pálmson, annar eigenda IKEA á Íslandi. Helgi Magnússon, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, keypti í byrjun síðasta mánaðar helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með um 65 prósenta hlut. Það er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira