Nýir eigendur að Opnum kerfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:00 Gísli Valur Guðjónsson, nýr stjórnarformaður Opinna kerfa. Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira