Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 20:58 Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira