Þrír í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2019 18:30 Þrír eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Það er líklega mesta magn metamfetamíns sem haldlagt hefur verið í einu hér á landi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að mögulega séu merki um að neysla metamfetamíns sé að færast í vöxt en fíkniefnið er eitt það skaðlegasta sem er í umferð. Mennirnir, sem eru íslenskir ríkisborgarar, voru handteknir á Keflavíkurflugvelli þann 28. júní grunaðir um að hafa smyglað inn um 2 kílóum af metamfetamíni til landsins. Þeir komu frá Kanada og í farangri þeirra fundust styttur sem innihéldu pakkningar af efninu. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum. Um er að ræða hreint kristallað metamfetamín. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Metamfetamín er sterkara og hættulegra en amfetamín, en í gegnum árin hefur neysla amfetamíns verið heldur mikil hér á landi. „Það er áhyggjuefni að það skuli vera þetta mikið magn af metamfetamíni. Það vekur upp hugsanir um það að það þurfi að skoða það alveg sérstaklega, einkarlega með tilliti til þess hvort það sé að færast í aukana að það sé verið að flytja inn metamfetamín,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að henni miði vel. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þrír eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Það er líklega mesta magn metamfetamíns sem haldlagt hefur verið í einu hér á landi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að mögulega séu merki um að neysla metamfetamíns sé að færast í vöxt en fíkniefnið er eitt það skaðlegasta sem er í umferð. Mennirnir, sem eru íslenskir ríkisborgarar, voru handteknir á Keflavíkurflugvelli þann 28. júní grunaðir um að hafa smyglað inn um 2 kílóum af metamfetamíni til landsins. Þeir komu frá Kanada og í farangri þeirra fundust styttur sem innihéldu pakkningar af efninu. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum. Um er að ræða hreint kristallað metamfetamín. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Metamfetamín er sterkara og hættulegra en amfetamín, en í gegnum árin hefur neysla amfetamíns verið heldur mikil hér á landi. „Það er áhyggjuefni að það skuli vera þetta mikið magn af metamfetamíni. Það vekur upp hugsanir um það að það þurfi að skoða það alveg sérstaklega, einkarlega með tilliti til þess hvort það sé að færast í aukana að það sé verið að flytja inn metamfetamín,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að henni miði vel.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira