Jóhannes Karl: Fannst við vera með yfirburði Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júlí 2019 22:37 Jóhannes Karl var ánægður með frammistöðu Skagamanna í Grindavík. vísir/daníel þór „Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15
Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01