Arnar: Finnst ekki eins og við séum í fallbaráttu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 15. júlí 2019 21:37 Arnar og félagar eru komnir upp úr fallsæti. vísir/daníel þór Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var alls ekkert svekktur með aðeins eitt stig á heimavelli gegn Fylki í kvöld. Hann sagði að jafnteflið hefði líklega verið sanngjarnt. „Mér fannst þetta bara flottur leikur í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta bara svona end to end þar sem bæði lið fengu fullt af færum og ég held að jafnteflið hafi bara verið sanngjarnt þegar uppi var staðið.“ Hann segir það ekki beint áhyggjuefni að hafa bara fengið 1 stig úr seinustu 2 leikjum eftir að hafa spilað mjög vel í báðum leikjum. „Við fengum færi til að klára leikinn í kvöld og fleiri en eitt en við tökum ekkert af Fylki, þeir mættu hérna í kvöld og spiluðu vel og þeir fengu færi líka. Við erum búnir að gera mörg jafntefli og þau telja lítið en eitt stig er svo sem ásættanlegt þegar við missum mann útaf með rautt spjald,“ sagði Arnar. „Fyrir mér var þetta hörkuleikur í fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengum færi en í síðari hálfleik datt þetta niður sem er skiljanlegt en samt lítið á milli þessara liða og sigurinn hefði getað dottið báðum megin.“ Arnar sagði að þetta hafi verið klárt seinna gult spjald á Erling Agnarsson en hann fékk rautt spjald á 87. mínútu. „Seinna var alltaf spjald, ég sá ekki fyrra nógu vel því miður. En hann er að stoppa sókn og dómarinn getur ekkert annað gert. Pjúra gult að mínu mati.“ Hann segir að honum finnist ekki eins og liðið sé í fallbaráttu þrátt fyrir að það sé raunin eins og staðan er í dag. „Eins asnalegt og það hljómar þá finnst mér ekki eins og liðið sé í einhverri fallbaráttu. Við erum bara flott lið og við viljum spila skemmtilegan fótbolta. Áhorfendur eru að skemmta sér vel en auðvitað veit ég að við þurfum að fá stig en við þurfum að vera klókari,“ sagði Arnar. „Það eru kostir og gallar við að vera með unga menn á miðjunni og frammi. Sérð bara muninn hjá okkur og Fylki, það er töluvert meiri reynsla á miðjunni og sókninni hjá Fylki en menn læra þetta fljótt,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var alls ekkert svekktur með aðeins eitt stig á heimavelli gegn Fylki í kvöld. Hann sagði að jafnteflið hefði líklega verið sanngjarnt. „Mér fannst þetta bara flottur leikur í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta bara svona end to end þar sem bæði lið fengu fullt af færum og ég held að jafnteflið hafi bara verið sanngjarnt þegar uppi var staðið.“ Hann segir það ekki beint áhyggjuefni að hafa bara fengið 1 stig úr seinustu 2 leikjum eftir að hafa spilað mjög vel í báðum leikjum. „Við fengum færi til að klára leikinn í kvöld og fleiri en eitt en við tökum ekkert af Fylki, þeir mættu hérna í kvöld og spiluðu vel og þeir fengu færi líka. Við erum búnir að gera mörg jafntefli og þau telja lítið en eitt stig er svo sem ásættanlegt þegar við missum mann útaf með rautt spjald,“ sagði Arnar. „Fyrir mér var þetta hörkuleikur í fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengum færi en í síðari hálfleik datt þetta niður sem er skiljanlegt en samt lítið á milli þessara liða og sigurinn hefði getað dottið báðum megin.“ Arnar sagði að þetta hafi verið klárt seinna gult spjald á Erling Agnarsson en hann fékk rautt spjald á 87. mínútu. „Seinna var alltaf spjald, ég sá ekki fyrra nógu vel því miður. En hann er að stoppa sókn og dómarinn getur ekkert annað gert. Pjúra gult að mínu mati.“ Hann segir að honum finnist ekki eins og liðið sé í fallbaráttu þrátt fyrir að það sé raunin eins og staðan er í dag. „Eins asnalegt og það hljómar þá finnst mér ekki eins og liðið sé í einhverri fallbaráttu. Við erum bara flott lið og við viljum spila skemmtilegan fótbolta. Áhorfendur eru að skemmta sér vel en auðvitað veit ég að við þurfum að fá stig en við þurfum að vera klókari,“ sagði Arnar. „Það eru kostir og gallar við að vera með unga menn á miðjunni og frammi. Sérð bara muninn hjá okkur og Fylki, það er töluvert meiri reynsla á miðjunni og sókninni hjá Fylki en menn læra þetta fljótt,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00