Íslenski boltinn

Pétur: Stefnan hjá landsliðinu að vera á toppnum

Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar
Pétur sagðist hafa lagt leikinn í kvöld öðruvísi upp en fyrri leiki gegn Þór/KA.
Pétur sagðist hafa lagt leikinn í kvöld öðruvísi upp en fyrri leiki gegn Þór/KA. vísir/bára
„Mér fannst bara landsliðið mæta hér til leiks af fullum krafti, nei fyrirgefðu Valsliðið, og spila þennan leik bara mjög vel á móti sterku liði Þórs/KA,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals léttur í bragði í eftir sigurinn á Þórsvelli í kvöld, 0-3.

„Við settum kannski leikinn svolítið öðruvísi upp heldur en við höfum gert áður á móti Þór/KA. Við spiluðum kannski svolítið þeirra leik í dag,“ sagði Pétur.

„Það er langt síðan Valur hefur unnið hérna. Við töpuðum hérna í fyrra og aftur um daginn í bikarnum og mér fannst við spila góða fótboltaleiki en í dag þá spiluðum við kannski svolítið öðruvísi kerfi. Spiluðum meira upp á veikleikana hjá Þór/KA sem speglaðist í því að þær fengu svona meira að hafa boltann.“

Með sigrinum í kvöld fóru Valskonur einar á toppinn, a.m.k. tímabundið. Pétur segist vona að hans lið verði áfram þar út sumarið.

„Það er stefnan allavega hjá landsliðinu að vera á toppnum þannig að ég vona að það verði áfram,“ sagði Pétur að kíminn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×