Íslenski boltinn

Sjáðu slagsmálin og rauðu spjöldin í Kórnum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Orri Kristjánsson dómari hafði í nóg að snúast í lokin.
Ívar Orri Kristjánsson dómari hafði í nóg að snúast í lokin. Mynd/S2 Sport
Það voru mikil læti í lok leiks HK og KA í Pepsi Max deild karla í Kórnum í gærkvöldi en bæði liðin enduðu með tíu menn inn á vellinum.

Allt varð vitlaust þegar HK-menn voru að reyna að tefja leikinn við hornfánann í lokin en staðan var þá 2-1 fyrir HK. Það urðu síðan lokatölur leiksins.

HK-ingurinn Bjarni Gunnarsson fékk í framhaldinu beint rautt spjald og KA-maðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson fékk tvö gul spjöld á lokamínútunum.

Ívar Orri Kristjánsson dómari hafði í nóg að snúast að veifaði spjöldunum ótt og títt í lokin. Hann er hins vegar ekki búinn að skila af sér opinberri skýrslu þegar þetta er skrifað rúmum tuttugu tímum eftir leikinn.

Eitt er víst að KA-maðurinn Hrannar Björn Steingrímsson verður að teljast mjög heppinn að hafa fengið að klára þennan leik miðað við framkomu hans í slagsmálunum.

Bjarni Gunnarsson mætti síðan aftur og gerði sig líklegan til að blanda sér aftur inn í deilurnar en starfsmanni HK tókst að koma í veg fyrir það. Bjarni sést þá sparka í vegg og var greinilega mjög ósáttur.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af slagsmálunum og eftirmálum þeirra. Þá liðu ekki margar sekúndur þar til að Steinþór Freyr fékk aftur gult spjald og þar með rautt.



Klippa: Slagsmálin í Kórnum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×