Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 10:39 Svona gæti nýi fimmtíu punda seðillinn með ásjónu Turing litið út. Seðillinn verður síðasti pappírsseðillinn sem skipt verður út fyrir plastseðla. Vísir/EPA Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013. Bretland Hinsegin Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013.
Bretland Hinsegin Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira